Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningurinn byggir á skýrslunni Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem unnin var í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og hagaðila.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningurinn byggir á Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem unnin var í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og hagaðila.
Að sögn Lilju miðar samningurinn að því að settur verði á fót samstarfsvettvangur sveitarfélaga og atvinnulífs um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Þannig verði stutt við þróun áfangastaðarins í átt að sjálfbærri framtíðarsýn og aukinni samkeppnishæfni. Áhersla verði á þróun og kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila. Unnið verði að því að samstarfsvettvangurinn verði við árslok 2022 að áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins.
Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála.
Undirbúningur að stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum hefur verið í gangi um nokkurt skeið. Búið er að undirrita samninga um stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu en þessi samningur er liður í því að áfangastaðastofur verði í öllum landshlutum. Það er liður í því að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi ferðaþjónustu á starfssvæði samtakanna.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hófu undirbúning og framkvæmd við mótun samstarfs um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið með þátttöku stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífsins og annarra hagaðila á árinu 2021. Verkefnið var sett fram í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins á árinu 2020 þar sem skoða átti þörf fyrir áfangastaðastofu fyrir höfuðborgarsvæðið með það að markmiði að efla samstarf og nýsköpun. Samhliða var að störfum ráðgjafahópur í samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá var nýlega gengið frá ráðningu verkefnastjóra sem halda mun utan um áframhald verkefnisins en undirbúningur fyrir næstu skref verkefnisins er nú í fullum gangi.
Að sögn Páls Björgvins er mikilvægt fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að móta stefnu til framtíðar um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í samstarfi við atvinnulífið. Innlendir og erlendir ferðamenn munu sækja höfuðborgarsvæðið í auknum mæli heim til þess að njóta mannlífs, menningar og útiveru. Því er mikilvægt að svæðið bjóði með samræmdum hætti fram þá möguleika sem í boði eru, þó þannig að séreinkenni og áherslur hvers sveitarfélags séu dregin fram. Þannig mun höfuðborgarsvæðið eflast enn frekar og samkeppnishæfni þess aukast gagnvart öðrum svipuðum svæðum erlendis.
Ráðgjafahópur um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Efri röð frá vinstri: Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri Garðabæjar, Andri Ómarsson verkefnastjóri menningar og markaðsmála Hafnarfjarðar, Þórir Garðarsson formaður ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, Rannveig Grétarsdóttir f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Björn H. Reynisson verkefnastjóri áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið, Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri í þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og María Björk Óskarsdóttir sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Seltjarnarnes. Á myndina vantar Andrés Magnússon f.h. Samtaka verslunar og þjónustu.
Nánari upplýsingar veita Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH, sími 821-8179 og Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðarins höfuðborgarsvæðisins, sími 863-0001.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…