Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar fóru fram í Hafnarborg 18. febrúar 2020. VON mathús fékk Hvatningarverðlaun MsH og Fjarðarkaup, Lífsgæðasetur St. Jó og Þorgeir Haraldsson fengu viðurkenningar MsH. Leikarinn og fyrirlesarinn Bjartur Guðmundsson hitaði salinn upp með jákvæðni áður en sjálf viðurkenningin fór fram og er óhætt að segja að hann hafi slegið rækilega í gegn.
Hér eru umsagnir um viðurkenningarhafana:
VON mathús: Ber nafn með rentu
„VON ber svo sannarlega nafn með rentu enda voru miklar væntingar bundnar við þá starfsemi sem kom í gömlu iðnaðarhúsin sem höfðu staðið tóm við Strandgötuna um árabil. VON mathús hefur stimplað sig rækilega inn í þá fjölbreyttu flóru veitingastaða sem er að finna í Hafnarfirði og hefur verið drifkraftur í nýtingu á árstíðarbundinni íslenskri matargerð og hráefnanotkun svo eftir hefur verið tekið. VON hefur þannig bæði náð að hafa áhrif á bæjarbrag og sett bæinn endanlega á kortið sem áfangastað fyrir matgæðinga.“
Fjarðarkaup: Tryggð og rækt við viðskiptavini
„Fjarðarkaup leggur mikla áherslu á góða þjónustu og mikið vöruúrval, enda skilgreinir verslunin sig sem þjónustuverslun. Frá opnun hefur Fjarðarkaup náð að verða gildandi samkeppnisaðili á íslenskum matvörumarkaði, fyrst og fremst með því að höfða til þeirra gilda sem upphaflega var lagt upp með, þjónustu og vöruúrval. Á Íslandi eru örfáar matvöruverslanir sem hafa náð að þróa með sér og móta sín eigin sérkenni og menningu og sem viðskiptavinir tengjast sérstökum tryggðarböndum.“
Lífsgæðasetur St. Jó: Frumkvöðlastarf og eldmóður
„Það var ljóst að það þyrfti að vanda til verka með þá starfsemi sem myndi hæfa þessari virðulegu byggingu og þeim endurbótum sem ráðist var í. Í húsinu er nú fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. Lífsgæðasetrið er samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Allir rekstraraðilar eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti.“
Þorgeir Haraldsson: Hagsmunir heildarinnar mikilvægastir
„Þorgeir Haraldsson hefur verið formaður handknattleiksdeildar Hauka til fjölda ára og á stóran þátt í þeirri velgengni sem Haukar hafa átt á síðustu tveimur áratugum. Hann hefur setið í stjórn HSÍ auk þess sem hann hefur sinnt ótal verkefnum fyrir handknattleikshreyfinguna alla. Þorgeir hefur sýnt það bæði í orði sem og á borði að hagsmunir heildarinnar skipta höfuðmáli þegar ná þarf árangri og er óumdeildur í stöðu burðarása í íslenskum handknattleik.“
Hafnarfjarðarbær óskar viðurkenningarhöfum innilega til hamingju!
Myndasafn frá afhendingunni
Sjá umfjöllun í Hafnfirðingi
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…