Afkoma umfram áætlanir

Fréttir

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2021 var lagður fram í bæjarráði í dag. Rekstrarafkoma fyrir A og B hluta var neikvæð um 709 milljónir króna á árinu 2021. Áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri afkomu á tímabilinu og er niðurstaðan 258 milljónum króna betri en áætlað var. Þessi niðurstaða skýrist einkum af 2,3 milljarða króna hækkun lífeyrisskuldbindingar á síðasta ári. Þar af valda nýir útreikningar tryggingastærðfræðinga á forsendum um lífaldur um 900 milljóna króna hækkun skuldbindinga hjá Hafnarfjarðarbæ.

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2021 var lagður fram í
bæjarráði í dag. Rekstrarafkoma fyrir A og B hluta var neikvæð um 709 milljónir
króna á árinu 2021. Áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri afkomu á tímabilinu og
er niðurstaðan 258 milljónum króna betri en áætlað var. Þessi niðurstaða skýrist einkum af 2,3 milljarða króna hækkun
lífeyrisskuldbindingar á síðasta ári. Þar af valda nýir útreikningar
tryggingastærðfræðinga á forsendum um lífaldur um 900 milljóna króna hækkun
skuldbindinga hjá Hafnarfjarðarbæ.

Ársreikningurinn endurspeglar aukinn fjárhagslegan styrk Hafnarfjarðarbæjar þrátt fyrir miklar áskoranir í rekstrarumhverfi sveitarfélaga á síðasta ári. Það sést ekki síst í stórauknum fjárfestingum og verulegri uppgreiðslu langtímalána,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. „Það kemur nú niður á okkur Hafnfirðingum hve lengi var dregið að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar. Þar var bæjarfélagið mörgum árum á eftir nágrannasveitarfélögunum en Hafnarfjarðarbær hóf ekki að greiða inn á þær fyrr en árið 2012. Kröftug uppbygging í Hafnarfirði sést best á góðum tekjum af lóðasölu fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi. Þessi uppbygging mun skila varanlegum auknum útsvarstekjum fyrir Hafnarfjörð.

Aukinn launakostnaður vegur þungt í Hafnarfirði eins og hjá öðrum sveitarfélögum 

Rekstrartekjur námu 33,6 milljörðum króna á árinu 2021 og rekstrargjöld
voru 31,2 milljarðar króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og
fjármagnsliði var jákvæð um 2,4 milljarðar króna. Aukinn launakostnaður vegur
þungt í Hafnarfirði eins og hjá öðrum sveitarfélögum en laun og launatengd
gjöld hækkuðu um 9,4% milli ára. Við bætast neikvæð áhrif Covid19-faraldursins
á tekjur og gjöld. Seldar voru lóðir fyrir 3,5 milljarða króna og voru tekjufærðir
2,5 milljarðar vegna lóðasölu og um milljarður til lækkunar á eignfærslum.

Skuldaviðmið helst óbreytt og skuldahlutfall lækkar verulega 

Lán sveitarfélagsins voru greidd niður um 2 milljarða króna á síðasta ári.
Engin ný lán voru tekin á árinu 2021 ef frá er talin 350 milljón króna
fjármögnun Húsnæðisskrifstofu vegna kaupa á félagslegu íbúðarhúsnæði.
Skuldaviðmið Hafnarfjarðar hélst óbreytt í 101% á milli ára og skuldahlutfall
lækkaði verulega, eða úr 161% niður í 149%. Veltufé frá rekstri var 1,4
milljarðar króna eða 4,1% af heildartekjum.

Tæplega 30% aukning í fjárfestingum milli ára

Fjárfestingar á árinu 2021 námu 4,4 milljörðum króna sem er tæplega 30%
aukning milli ára. Heildareignir í lok árs voru alls 72,2 milljarðar króna og
jukust um 5,2 milljarða króna á milli ára. Alls námu heildarskuldir og
skuldbindingar sveitarfélagsins 50 milljörðum króna og héldust nánast óbreyttar
milli ára þrátt fyrir umtalsverða hækkun lífeyrisskuldbindingar.
Lífeyrisskuldbinding er nú um þriðjungur allra heildarskulda og skuldbindinga
sveitarfélagsins.

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2021

Yfirlit yfir ársreikninga og árshlutareikninga

Ábendingagátt