Afmæli var þemað í ár – Áslandsskóli 20 ára

Fréttir

Menningardagar í Áslandsskóla hafa verið árlegur viðburður í Áslandsskóla frá upphafi fyrir utan síðustu tvö ár sem lituð eru af sögulegum heimsfaraldri. Um er að ræða skemmtileg hefð og mikil tilhlökkun hjá bæði nemendum og starfsfólki við allan undirbúning og vinnu. Menningardagar hafa sett skemmtilegan svip á skólalífið og allt samfélagið í Áslandi.

Menningardagar setja skemmtilegan svip á skólalífið og allt samfélagið í Áslandi 

Menningardagar í Áslandsskóla hafa verið árlegur viðburður í
Áslandsskóla frá upphafi fyrir utan síðustu tvö ár sem lituð eru af sögulegum heimsfaraldri.
Um er að ræða skemmtileg hefð og mikil tilhlökkun hjá bæði nemendum og starfsfólki
við allan undirbúning og vinnu. Menningardagar hafa sett skemmtilegan svip á
skólalífið og allt samfélagið í Áslandi. Mikill fjöldi gesta kemur og fagnar með
nemendum og starfsfólki á menningarhátíð sem haldin er á meðan á menningardögum
stendur. Menningarhátíðin var haldin sl. fimmtudag og voru bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, formaður fræðsluráðs og staðgengill sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs á meðal gesta. 

IMG_2778Menningardagar í Áslandsskóla. Frá vinstri:  Hrund Apríl Guðmundsdóttir staðgengill sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs, Kristín Thoroddsen formaður fræðsluráðs, Unnur Elfa Guðmundsdóttir skólastjóri Áslandsskóla og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.  

Skapandi skólastarf og fjölbreytt nálgun nemenda í
útfærslu á þema ársins

Þema menningardaga í Árlandsskóla í ár var AFMÆLI. Þemað var
valið vegna þess að á þessu skólaári fagnar Áslandsskóli 20 ára afmæli. Nemendur
í 3 bekk sýndu í þrígang söngleikinn „Trúir þú á skrýtnar sögur“ auk þess sem nemendur
úr mismunandi árgöngum sýndu ýmis atriði. Nemendur nýttu vikuna í kringum
menningarhátíðina til að vinna allskonar verkefni sem tengjast því að eiga
afmæli og halda afmæli. Viðfangsefnið bauð upp á mikla sköpun og fjölbreytni í
verkefnum sem sýndi sig greinilega í afrakstrinum sem sýnilega byggði á
upplifun, minningum og reynslu nemendanna sjálfra. Gangar voru skreyttir, stofur
nemenda opnar þar sem verk nemenda voru til sýnis og nemendur í 10.bekk með
kaffihús með kræsingum sem hægt var að kaupa á vægu verði.

IMG_2715IMG_2756IMG_2750

Innilega til hamingju með frábæra menningardaga 2022 og með
20 ára starfsafmæli skólans. Umfram allt takk fyrir ykkar fallega
framlag til skólasamfélagsins í Hafnarfirði! 

Ábendingagátt