Afmælistónleikar

Fréttir

Kór Öldutúnsskóla fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir með tónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 1. maí kl. 17:00.

Kór Öldutúnsskóla fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir með tónleikum í Víðistaðakirkju föstudaginn 1. maí kl. 17:00.

Kórinn er elsti barnakór landsins sem starfað hefur samfellt. Efnisskráin samanstendur af sönglögum sem verið hefur á dagskrá kórsins í áranna rás. Frumflutt verður nýtt tónverk, Cancta Caecilia, eftir Báru Gísladóttur.

Margir fyrrverandi kórfélagar koma fram bæði kórar og einsöngvarar. Þeir sem syngja með okkur við þetta tilefni eru: Margrét Eir, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Örn Arnarson og Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Einnig munu fyrstu kórmeðlimir heiðra okkur með nærveru sinni.

Kynnar eru Laufey Brá Jónsdóttir leikkona og Veigar Hrafn Sigþórsson frændi hennar og kórdrengur.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis en kórinn tekur glaður á móti frjálsum framlögum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Ábendingagátt