Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýjar hugmyndir að metnaðarfullri uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar voru kynntar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun. Ef af verður er ljóst að nýtt kennileiti í hjarta Hafnarfjarðar er við það að rísa sem byggir á hönnun og skipulagi sem mun efla og auðga líf og anda miðbæjarins.
Nýjar hugmyndir að metnaðarfullri uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar voru kynntar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun. Fyrri áform um uppbyggingu á 100 herbergja hóteli að Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði hafa þróast í spennandi hugmyndir og áform um matvöruverslun og þjónustu á jarðhæð, nýtt nútíma bókasafn og margmiðlunarsetur, almenningsgarð á 2. hæð og hótelíbúðir í smáhýsum sem liggja við Strandgötuna. Ef af verður er ljóst að nýtt kennileiti í hjarta Hafnarfjarðar er við það að rísa sem byggir á hönnun og skipulagi sem mun efla og auðga líf og anda miðbæjarins.
Sjá lið 6 í fundargerð bæjarráðs
Nýjar hugmyndir að uppbyggingu – séð úr lofti
Nýjar hugmyndir að uppbyggingu – horft frá Strandgötu til suðurs
Græn svæði og hönnun sem ýtir undir lifandi miðbæ
Verkefnið er leitt af félaginu 220 Miðbær ehf sem er eigandi byggingarreitsins. Með breyttum áformum er verið að svara ákalli íbúa, Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja á svæðinu um matvöruverslun í miðbæinn, græn svæði og hönnun sem ýtir undir lifandi miðbæ. Hugmyndirnar eru í góðu samræmi við skýrslu starfshóps um skipulag miðbæjarins, þar sem sérstaklega er horft til þess að tryggja góða blöndu verslunar-, þjónustu og íbúða. Gildandi deiliskipulag heimilar 6400 m2 nýbyggingu á 5 hæða hóteli með verslun og þjónustu á jarðhæð og 2ja hæða tengibyggingu milli hótels og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar. Nýjar hugmyndir gera ráð fyrir að byggingarmassi verði færður inn að Fjarðargötu 13-15 og hús sem skapa götumynd Strandgötu verði lækkuð úr 5 hæðum niður í 1-3 hæðir með inndregna 4. hæð. Um er að ræða byggingarreit upp á 1.750 fermetra og hljóðar samþykkt deiliskipulag í dag upp á 5.980 fermetra byggingarmagn á lóð.
„Þessi hugmyndir að uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar eru mjög spennandi og munu efla hann enn frekar og ýta undir sérstöðuna. Miðbærinn okkar hefur verið að blómstra og dafna undanfarin ár og mikilvægt að við sem sveitarfélag svörum ákalli íbúa og fyrirtækja og ýtum undir áframhaldandi vöxt með því að opna á tækifæri og möguleika fyrir fjölbreytta starfsemi og þjónustu, til samveru, skemmtunar og sköpunar. Þessar nýju hugmyndir falla að mínu mati afar vel að umhverfinu, gömlu byggðinni og sjarma bæjarins“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bæjarráð Hafnarfjarðar tók jákvætt í hugmyndir skipulagshöfunda og lagði sérstaka áherslu á að hugmyndin og hugmyndafræðin yrði vel kynnt bæjarbúum í næstu skrefum.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…