Áframhaldandi uppbygging og þjónustan varin

Fréttir

Tillaga að fjárhagsáætlun 2021 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn 25. nóvember. Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta sveitarfélagsins nemur 1.221 milljón króna á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,5% af heildartekjum eða 1,7 milljarðar króna.

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2021 og 2022-2024 

Tillaga að fjárhagsáætlun 2021 verður lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag miðvikudaginn
25. nóvember. Áætlaður rekstrarhalli A og B hluta sveitarfélagsins nemur 1.221
milljón króna á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 5,5%
af heildartekjum eða 1,7 milljarðar króna.

Eins
og önnur sveitarfélög hefur Hafnarfjarðarbær þurft að bregðast við efnahagslegum
og samfélagslegum afleiðingum Covid-19 heimsfaraldursins, sem dregið hefur úr
útsvarstekjum og samhliða aukið félagsleg útgjöld. Lögð hefur verið áhersla á
að lágmarka áhrif faraldursins á íbúa Hafnarfjarðar og koma í veg fyrir að efnahagsáfallið
leggi klafa á bæjarfélagið til frambúðar. Það hefur verið gert með samræmdum aðgerðum
sem falið hafa í sér markvissa hagræðingu, hóflegar lántökur og eignasölu.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2021:

  • Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta neikvæð um
    1.221 milljón króna.
  • Skuldaviðmið 114% í árslok 2021.
  • Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta
    1,7 milljarðar króna eða tæp 5,5% af heildartekjum.
  • Útsvarsprósenta óbreytt eða 14,48%.
  • Heildarálagning fasteignagjalda lækkar með
    lægri fasteignasköttum og vatns- og fráveitugjöldum til að koma til móts við
    hækkun fasteignamats.
  • Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrá
    fyrir árið 2021 haldist óbreytt eða hækki í takt við vísitölu.
  • Áætlun gerir ráð fyrir lóðarsölu að
    andvirði 500 milljónir króna.
  • Áætlaðar fjárfestingar nema samtals 4,3
    milljörðum króna.
  • Kaup á félagslegum íbúðum nema 500
    milljónum króna.

„Þótt
heimsfaraldur setji tímabundið mark sitt á afkomu bæjarsjóðs þá eru
undirstöðurnar traustar og sóknarhugur í Hafnfirðingum. Mestu skiptir að verja þjónustuna
og hag íbúa og að tryggja að bærinn snúi vörn í sókn eins skjótt og verða má,“
segir
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Sala á hlut í HS Veitum hjálpar
okkur mjög mikið í viðspyrnunni og kemur í veg fyrir að lagðir séu skuldaklafar
á bæjarfélagið. Við munum halda áfram að byggja upp í Hafnarfirði og er áformað
að fjárfesta fyrir rúma fjóra milljarða króna á næsta ári, sem er aukning um
meira en milljarð á milli ára.
Við tökum
vongóð á móti árinu 2021 og horfum björtum augum til framtíðar.“ 

Helstu
framkvæmdir árið 2021

Fjárheimild
til framkvæmda árið 2021 er samtals 4.283 milljónir króna. Áfram verður unnið
að uppbyggingu Suðurhafnar auk þess sem lögð verður áhersla á frágang
gönguleiða o.fl. við Norðurbakka. Töluverðar framkvæmdir verða í gatnagerð,
m.a. við Ásvallabraut og Hamranes, auk þess sem farið verður í endurnýjun
gatnalýsingar víða í bænum. Stefnt er að umtalsverðum fjárfestingum í
félagslegu húsnæði. Undirbúningur og uppbygging íþróttamannvirkja mun halda
áfram og felast meðal annars í endurnýjun grasvalla og annarrar aðstöðu, auk
endurgerðar Suðurbæjarlaugar. Kraftur verður settur í endurnýjun St.
Jósefsspítala og gamla Sólvangs. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu í
fráveitumálum og viðhald vatnsveitu.

Lánsfjárþörf
2021 haldið í lágmarki

Þrátt
fyrir að fjárhagsáætlun 2021 geri ráð fyrir umtalsverðu tapi er lánsþörf á
árinu í lágmarki, þar sem að söluandvirði hluta í HS Veitum verður greitt á
fyrstu mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir 1.750 milljónum króna í lántökur en
afborganir lána nema alls 2.030 milljónum króna, eða tæplega 300 milljónum
króna umfram lántökur. Þannig er gert ráð fyrir að skuldaviðmið verði um 114% í
árslok 2021 en til samanburðar var hlutfallið 112% í árslok 2019 áður en
heimsfaraldurinn skall á.

Afgreiðsla
fjárhagsáætlunar

Fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðarbæjar verður lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar í dag 25. nóvember 2020. Fjárhagsáætlun nær til næsta árs auk
þriggja ára áætlunar fyrir árin 2022-2024. Gert er ráð fyrir að síðari umræða
og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verði miðvikudaginn 16. desember.

Meðfylgjandi eru drög að fylgigögnum fjárhagsáætlunar 2021-2024:

Ábendingagátt