Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar annað árið í röð og Axel Bóasson, landsliðsmaður í golfi úr Golfklúbbnum Keili, íþróttakarl ársins í Hafnarfirði. Karlalið í knattspyrnu úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var valið íþróttalið ársins.
Afreksíþróttafólk Hafnarfjarðar var heiðrað og verðlaunað fyrir góða frammistöðu á sínu sviði í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag þar sem árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar fór fram. Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar annað árið í röð og Axel Bóasson, landsliðsmaður í golfi úr Golfklúbbnum Keili, íþróttakarl ársins í Hafnarfirði. Karlalið í knattspyrnu úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var valið íþróttalið ársins. Liðið varð á árinu Íslandsmeistari í knattspyrnu auk þess að komast í aðra umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA.
Árlega afhendir Hafnarfjarðarbær viðurkenningar til allra hafnfirskra íþróttamanna sem unnið hafa til meistaratitla á árinu; Íslands- og bikarmeistaratitla auk Norðurlandameistara. Alls hafa 489 hafnfirskir íþróttamenn unnið til Íslandsmeistaratitla á árinu í nítján íþróttagreinum frá þrettán íþróttafélögum. Fimmtán hópar hafa unnið Bikarmeistaratitla, um 170 einstaklingar auk tveggja íþróttamanna sem hlutu titilinn Norðurlandameistarar. Það eru þeir Ragnar Ingi Sigurðsson frá FH fyrir skylmingar og Hilmar Örn Jónsson hjá FH í frjálsum íþróttum.
Hér má sjá þau Hrafnhildi Lúthersdóttur og Axel Bóasson, íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2015
Sautján afreksmenn fengu sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og frammistöðu í sínum íþróttagreinum á árinu:
Aníta Ósk Hrafnsdóttir Íþróttafélagið Fjörður Sund
Arna Stefanía Guðmundsdóttir Fimleikafélag Hafnarfjarðar Frjálsar Íþróttir
Auður Íris Ólafsdóttir Knattspyrnufélagið Haukar Körfuknattleikur
Axel Bóasson Golfklúbburinn Keilir Golf
Björgvin Stefánsson Knattspyrnufélagið Haukar Knattspyrna
Davíð Þór Viðarsson Fimleikafélag Hafnarfjarðar Knattspyrna
Elín Jóna Þorsteinsdóttir Knattspyrnufélagið Haukar Handknattleikur
Giedrius Morkunas Knattspyrnufélagið Haukar Handknattleikur
Gunnar Geir Halldórsson Siglingaklúbburinn Þytur Siglingar
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir Badmintonfélagi Hafnarfjarðar Tennis
Hrafnhildur Lúthersdóttir Sundfélag Hafnarfjarðar Sund
Kári Jónsson Knattspyrnufélagið Haukar Körfuknattleikur
Kolbeinn Hrafnkelsson Sundfélag Hafnarfjarðar Sund
Róbert Ingi Huldarsson Badmintonfélag Hafnarfjarðar Badminton
Róbert Ísak Jónsson Íþróttafélagið Fjörður Sund
Signý Arnórsdóttir Golfklúbburinn Keilir Golf
Trausti Stefánsson Fimleikafélag Hafnarfjarðar Frjálsar Íþróttir
Í níu ár hafa Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar verið valin að viðstöddu fjölmenni en í tuttugu og sex ár í heild hefur “Íþróttamaður Hafnarfjarðar” verið valinn.
Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var valin íþróttakona ársins 2015 í Hafnarfirði. Hrafnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í einstaklingsgreinum í sundi. Hún vann sex gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum 2015, tók þátt í heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi þar sem hún náði frábærum árangri og varð þar fyrst íslenskra kvenna til að synda í úrslitum á 50 metra braut. Hrafnhildur hefur með árangri sínum og sigrum áunnið sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Axel Bóasson, landsliðsmaður í golfi úr Golfklúbbnum Keili, var valinn íþróttakarl Hafnarfjarðar 2015. Axel er Íslandsmeistari í holukeppni karla 2015 og Stigameistari karla. Axel tryggði sér keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni á árinu og er það í annað skipti sem Íslendingur nær því markmiði. Axel er landsliðsmaður í golfi og keppti víðsvegar í Evrópu á árinu.
Karlalið í knattspyrnu úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar hlaut titilinn íþróttalið ársins í Hafnarfirði. Liðið varð m.a. Íslandsmeistari í knattspyrnu 2015 með 48 stig auk þess sem leikmenn Pepsi deildarinnar 2015 völdu miðjumann FH, Emil Pálsson leikmann mótsins. Liðið komst í aðra umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA (Knattspyrnusambands Evrópu).
Þá voru einnig veittir styrkir í viðurkenningarskyni frá Hafnarfjarðarbæ til þeirra íþróttafélaga sem unnið hafa Íslands- eða Bikarmeistaratitil í efstu flokkum á árinu. Styrkupphæð hljóðar upp á kr. 300.000- á hvern titil eða 3,6 milljónir alls til 12 hópa. Einnig var styrkjum úthlutað til íþróttafélaganna samkvæmt samningi Hafnarfjarðarbæjar, Rio Tinto Alcan og ÍBH vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri að upphæð 7.200.000.-
Í heild hafa þúsundir einstaklinga hlotið verðlaun og viðurkenningar Bæjarstjórnar og íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar og enn bætist í hópinn. Það má því sem sanni segja að íþróttabærinn Hafnarfjörður sé að styrkjast og eflast með hverju árinu.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…