Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lagt er til í skýrslu Capacent um þjónustuveitingu Hafnarfjarðarbæjar að gerðar verði breytingar á skipulagi sem stuðla að því að bæta og þróa þjónustuna, með það að markmiði að leysa sem flest mál í fyrstu snertingu með stafrænum hætti eða í þjónustuveri.
Skipulagsbreytingar hjá Hafnarfjarðarbæ
Lagt er til í skýrslu Capacent um þjónustuveitingu Hafnarfjarðarbæjar að gerðar verði breytingar á skipulagi sem stuðla að því að bæta og þróa þjónustuna, með það að markmiði að leysa sem flest mál í fyrstu snertingu með stafrænum hætti eða í þjónustuveri. Bæjarráð ákvað á fundi sínum í morgun að vísa tillögum að fyrstu skrefum í þessu umbótaferli áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi í síðasta lagi 1. september.
Síðastliðið haust var ákveðið að ráðast í skoðun á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar og leita leiða til að efla hana og bæta. Fyrir lágu vísbendingar um að margt mætti betur fara, til dæmis væri erindum, fyrirspurnum og ábendingum er bærust frá bæjarbúum ekki sinnt sem skyldi. Þá voru vísbendingar um að þetta mætti, að minnsta kosti að hluta, rekja til þess að álag á fagsviðum væri meira en þau næðu að sinna. Bæjarráð samþykkti í september 2018 að ganga til samninga við Capacent um úttekt á stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar þar sem horft yrði sérstaklega til þess hvernig auka megi þjónustu og skilvirkni í rekstri og starfsemi sveitarfélagsins með hagnýtingu upplýsingatækni, skýrari verkferlum og öflugu starfsumhverfi.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri: „Þjónusta við íbúa og fyrirtæki í bænum er grundvallarverkefni hvers bæjarfélags. Við viljum að Hafnarfjörður sé þar í fremstu röð og að þeir sem leiti til bæjarins fái eins skjóta og góða úrlausn sinna mála og kostur er á. Sú úttekt sem gerð var á þjónustuveitingu leiddi í ljós að margt má betur fara ekki síst vegna þess að innviðir og verkferlar hafa ekki breyst í takt við breyttar þarfir og breytt umhverfi. Með þessum breytingum erum við að taka mikilvægt skref í þá átt að bæta og nútímavæða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Við viljum leysa sem flest erindi í fyrstu snertingu og það gerum við ekki síst með þróun og eflingu stafrænna þjónustuleiða.“
Afrakstur samtals og samráðs við íbúa og starfsfólk
Í greiningarvinnu undanfarinna mánaða hefur verið lögð áhersla á að fá fram sjónarmið sem flestra, jafnt innan stjórnkerfisins sem bæjarbúa. Meðal annars var opnuð sérstök ábendingagátt þar sem bæjarbúar gátu sent ráðgjöfum ábendingar um þætti er varða þjónustu bæjarins og mættu betur fara. Þá var haldinn íbúafundur í nóvember þar sem rætt var um þjónustuveitingu Hafnarfjarðarbæjar.
Í skýrslu Capacent til bæjarráðs kemur fram að mikið álag á fagsviðum og skortur á verkferlum hefur leitt til þess að þjónusta Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki þróast og eflst í takt við breytta tíma. Verkferlar byggi að mörgu leyti á eldri hefð og henti ekki jafn umfangsmikilli starfsemi og sveitarfélagið sinnir í dag. Miklu álagi væri hægt að mæta með auknum fjölda stöðugilda en í mati ráðgjafanna kemur fram að það sé óskynsamlegt til lengri tíma. Ekki síst sé þörf á að efla verulega þjónustu sem leysa má í fyrstu snertingu, annað hvort með stafrænum hætti eða í þjónustuveri.
Nýtt svið þjónustu og þróunar
Lagt er til að verkaskiptingu í þjónustuveitingu verði breytt þannig að skilið er á milli annars vegar þjónustu sem hægt er að leysa í fyrstu snertingu og hins vegar þjónustu sem nauðsynlegt er að sinna á fagsviðum af viðkomandi sérfræðingum. Til að ná þessu fram verði gerðar eftirfarandi breytingar:
Stjórnsýsluúttekt Hafnarfjarðarbæjar og tillögur að aðgerðum má nálgast HÉR
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…