Áhersla á gleði og uppbyggingu innviða sumarið 2021

Fréttir

Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021 sem tekur til stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins. Áætlun tók til aukins fjölda sumarstarfa, örstyrkja og eflingu menningar og lista í Hafnarfirði sumarið 2021 og til fjölbreyttra framkvæmda í bænum sem bjóða upp á ýmiskonar atvinnutækifæri.

Hugmyndasöfnun stendur yfir

Hjarta Hafnarfjarðar skín skært

Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021 sem tekur til stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins. Áætlun tók og tekur til aukins fjölda sumarstarfa, örstyrkja og eflingu menningar og lista í Hafnarfirði sumarið 2021 og til fjölbreyttra framkvæmda í bænum sem bjóða upp á ýmiskonar atvinnutækifæri. Allt verkefni sem þegar eru orðin sýnileg sumarið 2021 og munu verða það sem eftir lifir sumars. 

IMG_9686Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, ásamt fríðum hópi ungmenna sem sinna skapandi sumarstörfum til þess fallin að gæða bæinn enn meira lífi og fjöri í sumar.

Lifandi miðbær og heillandi Fjörður 

Fjöldi nýrra starfsmanna mætti til starfa hjá bænum í vor og upphafi sumars og hefur lífið í bænum í júní og það sem af er júlí einkennst af mikilli gleði, skemmtun og sköpun. Flottir hópar Vinnuskóla Hafnarfjarðar hafa svo haft það mikilvæga hlutverk að hreinsa til í bænum, fegra hann og halda hreinum. Níu hópar eru starfandi í skapandi sumarstörfum sumarið 2021, öflugur og stór listahópur og svo hafa örstyrkir til áhugasamra ýtt undir framkvæmdagleði, gjörninga, útitónleika, innitónleika og hvers kyns listsköpunar innan bæjarmarkanna svo fátt eitt sé nefnt. 

Endurnýjun gangstétta í eldri hverfum og viðhald á skólalóðum 

Dæmi um verkefni og viðhald sem ákveðið var að ráðast sérstaklega í er endurnýjun gangstétta í eldri hverfum bæjarins, frágangur gatna og stíga í Skarðshlíð og Hellnahrauni, endurnýjun og viðhald á skólalóðum og endurnýjun stíga og rafmagns í Hellisgerði. Samtals um 340 milljónum króna viðbót í viðhalds- og innviðaframkvæmdir á vegum bæjarins. Mörg verkefni eru þegar komin til framkvæmda eins og viðhald á skólalóðum þar sem unnið er samkvæmt forgangslista. Í vikunni lauk  svo tilboðsfresti í viðgerðir á steyptum gangstéttum í Hafnarfirði þannig að fljótlega munu þreyttar gangstéttir í eldri hverfum bæjarins fá endurnýjun lífdaga með tilheyrandi áhrifum á umferð gangandi, hjólandi og mögulega í einhverjum tilfellum akandi umferðar.   

Hjarta Hafnarfjarðar skín skært á Björtum dögum – umfjöllun um lífið og fjörið í Hafnarfirði í Fréttablaðinu föstudaginn 2. júlí 2021. Viðtal við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.   

Ábendingagátt