Áhugaverð ljósmyndasýning af veröld sem var

Fréttir

„Bærinn minn“ er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem Byggðasafnið hefur sett upp á á Strandstígnum. Ljósmyndirnar voru teknar af Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði á árunum 1930 – 1962. 

Á Strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. 

BaerinnMinnNySyningJun2022

Ljósmyndasýningin á Strandstígnum er opin allan sólarhringinn. 

Áhugaverð ljósmyndasýning af veröld sem var 

„Bærinn minn“ er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem Byggðasafnið hefur sett upp á á Strandstígnum. Ljósmyndirnar voru teknar af Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði á árunum 1930 – 1962. Flestar ljósmyndanna eru teknar í upphafi starfsferils Önnu í Hafnarfirði eða um 1930 til 1940 en þá var bærinn í örum vexti. Síðan þá hefur hann tekið töluverðum breytingum. Áhugaverð ljósmyndasýning af veröld sem var.

Sýningar Byggðasafns Hafnarfjarðar 

Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er að finna sjö sýningar. Pakkhúsið, Sívertsen húsið, Bookless Bungalow, Siggubær, Beggubúð, Gúttó og á Strandstígnum. Ókeypis aðgangur er á allar sýningar. Sjá opnunartíma hér 

Ábendingagátt