Áhugaverð saga í gömlum húsum – jólin í byggðasafninu

Fréttir

Þeir sem ætla að leggja leið sína í Hellisgerði fyrir jólin og skoða dásamlegar skreytingar ættu að koma við í Byggðasafninu. Þar er ekki síður skreytt og innandyra áhugaverðar sýningar fyrir allan aldur. Björn Pétursson bæjarminjavörður segir að fallegar jólaskreytingar séu komnar utan á húsið. Sérstök jólaútstilling er á Beggubúð, en þar er verslunarminjasýning sem hefur fengið jólalegan blæ. Byggðasafnið samanstendur af sex húsum en við Byggðasafnstorg standa Pakkhús, Sívertsens-hús og Beggubúð.

Jólin í Byggðasafni Hafnarfjarðar

Þeir sem ætla að leggja leið sína í Hellisgerði fyrir jólin og skoða dásamlegar skreytingar ættu að koma við í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Þar er ekki síður skreytt og innandyra áhugaverðar sýningar fyrir allan aldur. Björn Pétursson bæjarminjavörður segir að fallegar jólaskreytingar séu komnar utan á húsið. Sérstök jólaútstilling er á Beggubúð, en þar er verslunarminjasýning sem hefur fengið jólalegan blæ. Byggðasafnið samanstendur af sex húsum en við Byggðasafnstorg standa Pakkhús, Sívertsens-hús og Beggubúð.

5O5A3846Skemmtileg jólasýning er í byggðasafninu fyrir leikskólabörn á aðventunni.

Þrjár sýningar í gangi í Pakkhúsinu við Byggðasafnstorg 

Í Pakkhúsinu eru þrjár sýningar í gangi. Fastasýningin ber heitið Þannig var … og er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga. Á efstu hæð er leikfangasýning safnsins, sérstaklega ætluð börnum, en Byggðasafnið varðveitir stórt leikfangasafn og er hluti þess á sýningunni. Núverandi þemasýning í forsalnum fjallar um Kaupmanninn á horninu. Á aðventunni hreiðrar sjálfur jólasveinninn um sig í Sívertsens-húsinu og tekur fagnandi á móti glöðum og spenntum börnum sem taka þátt í leikskóladagskrá safnsins.

„Leikskólabörn í Hafnarfirði koma í 20 barna hópum á klukkutíma fresti á meðan jólasveinninn er í húsinu. Fyrst fá börnin leiðsögn um húsin og fá að heyra um jólin í gamla daga og fjölskylduna sem þarna bjó. Síðan birtist jólasveinninn í lokin og það er mjög vinsælt. Þetta hefur verið hefð á safninu í mörg ár,“ segir Björn og bendir á að gaman sé að skoða húsin jafnt að innan sem utan. “Safnið er opið þegar jólaþorpið er í gangi og það er alltaf ókeypis aðgangur. Jólaþorpið laðar fólk að frá öllu höfuðborgarsvæðinu og fleiri stöðum og við fáum gesti víða að. Síðla sumars fundum við fyrir aukningu á erlendum ferðamönnum og það er enn reytingur,“ segir Björn.

Skemmtileg jólasýning er í byggðasafninu fyrir leikskólabörn á aðventunni

“Þemasýningin í Pakkhúsinu nefnist Kaupmaðurinn á horninu og þar höfum við gert jólalegt. Sýningin fjallar um sögu og þróun sem hófst í verslunarháttum í Hafnarfirði á þriðja áratug 20. aldar þegar segja má að þróast hafi í að litlar matvöruverslanir hafi verið á öðru hvoru götuhorni í bænum. Fram að því hafði nær öll verslun í bænum verið í höndum örfárra aðila en þegar líða tók á þriðja áratuginn varð þessi breyting á verslunarmálum í Hafnarfirði. Leikfangasýningin á efri hæðinni vekur alltaf mikla athygli hjá börnum sem fullorðnum,“ segir Björn enn fremur.

Kaffihús allt um kring og hægt að setjast niður á milli þess sem fólk skoðar svæðið

Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar er opið frá kl. 11-17 alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni. Skammt frá byggðasafninu, á Strandstígnum, má til vorsins 2022 upplifa sýningu með rúmlega 50 ljósmyndum á 20 skiltum um sögu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar en um þessar mundir eru liðin 90 ár frá stofnun hennar. Frítt er á allar sýningar byggðasafnsins.

Kynning birtist í Fréttablaðinu 4. desember 2021

Ábendingagátt