Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þeir sem ætla að leggja leið sína í Hellisgerði fyrir jólin og skoða dásamlegar skreytingar ættu að koma við í Byggðasafninu. Þar er ekki síður skreytt og innandyra áhugaverðar sýningar fyrir allan aldur. Björn Pétursson bæjarminjavörður segir að fallegar jólaskreytingar séu komnar utan á húsið. Sérstök jólaútstilling er á Beggubúð, en þar er verslunarminjasýning sem hefur fengið jólalegan blæ. Byggðasafnið samanstendur af sex húsum en við Byggðasafnstorg standa Pakkhús, Sívertsens-hús og Beggubúð.
Þeir sem ætla að leggja leið sína í Hellisgerði fyrir jólin og skoða dásamlegar skreytingar ættu að koma við í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Þar er ekki síður skreytt og innandyra áhugaverðar sýningar fyrir allan aldur. Björn Pétursson bæjarminjavörður segir að fallegar jólaskreytingar séu komnar utan á húsið. Sérstök jólaútstilling er á Beggubúð, en þar er verslunarminjasýning sem hefur fengið jólalegan blæ. Byggðasafnið samanstendur af sex húsum en við Byggðasafnstorg standa Pakkhús, Sívertsens-hús og Beggubúð.
Skemmtileg jólasýning er í byggðasafninu fyrir leikskólabörn á aðventunni.
Í Pakkhúsinu eru þrjár sýningar í gangi. Fastasýningin ber heitið Þannig var … og er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga. Á efstu hæð er leikfangasýning safnsins, sérstaklega ætluð börnum, en Byggðasafnið varðveitir stórt leikfangasafn og er hluti þess á sýningunni. Núverandi þemasýning í forsalnum fjallar um Kaupmanninn á horninu. Á aðventunni hreiðrar sjálfur jólasveinninn um sig í Sívertsens-húsinu og tekur fagnandi á móti glöðum og spenntum börnum sem taka þátt í leikskóladagskrá safnsins.
„Leikskólabörn í Hafnarfirði koma í 20 barna hópum á klukkutíma fresti á meðan jólasveinninn er í húsinu. Fyrst fá börnin leiðsögn um húsin og fá að heyra um jólin í gamla daga og fjölskylduna sem þarna bjó. Síðan birtist jólasveinninn í lokin og það er mjög vinsælt. Þetta hefur verið hefð á safninu í mörg ár,“ segir Björn og bendir á að gaman sé að skoða húsin jafnt að innan sem utan. „Safnið er opið þegar jólaþorpið er í gangi og það er alltaf ókeypis aðgangur. Jólaþorpið laðar fólk að frá öllu höfuðborgarsvæðinu og fleiri stöðum og við fáum gesti víða að. Síðla sumars fundum við fyrir aukningu á erlendum ferðamönnum og það er enn reytingur,“ segir Björn.
„Þemasýningin í Pakkhúsinu nefnist Kaupmaðurinn á horninu og þar höfum við gert jólalegt. Sýningin fjallar um sögu og þróun sem hófst í verslunarháttum í Hafnarfirði á þriðja áratug 20. aldar þegar segja má að þróast hafi í að litlar matvöruverslanir hafi verið á öðru hvoru götuhorni í bænum. Fram að því hafði nær öll verslun í bænum verið í höndum örfárra aðila en þegar líða tók á þriðja áratuginn varð þessi breyting á verslunarmálum í Hafnarfirði. Leikfangasýningin á efri hæðinni vekur alltaf mikla athygli hjá börnum sem fullorðnum,“ segir Björn enn fremur.
Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar er opið frá kl. 11-17 alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni. Skammt frá byggðasafninu, á Strandstígnum, má til vorsins 2022 upplifa sýningu með rúmlega 50 ljósmyndum á 20 skiltum um sögu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar en um þessar mundir eru liðin 90 ár frá stofnun hennar. Frítt er á allar sýningar byggðasafnsins.
Kynning birtist í Fréttablaðinu 4. desember 2021
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…