Akstur á Hvaleyrarvatni ekki leyfður

Fréttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar vill árétta að ísakstur á Hvaleyrarvatni er EKKI leyfður.  

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar vill árétta að ísakstur á Hvaleyrarvatni er 
EKKI leyfður.  Þann 22. janúar 2001 var Vélhjólaíþróttaklúbbnum gefið leyfi fyrir ísakstri á Hvaleyrarvatni með ýmsum takmörkunum. 
Þessi takmörk voru ekki virt og var því leyfið afturkallað með eftirfarandi bókun umhverfisnefndar þann 12. desember 2006.

 

 

 

  Mótorcross við Hvaleyrarvatn, 
hávaðamengun
  Mál nr. US060063  
Lagður fram tölvupóstur frá Jónatani Garðarssyni dags. 26.11. 2006 þar sem fram kemur að ónæði við útivistarsvæði við Hvaleyrarvatn er ólíðandi vegna hávaðamengunar frá mótorcrosshjólum. Einnig var lögð fram umsókn frá Vélhjólaíþróttaklúbbnum V.Í.K. og Vélhjólaíþróttafélagi Hafnarfjarðar V.Í.H dags. 3. janúar 2001 um leyfi til ísaksturs á Hvaleyrarvatni og bókun bæjarráðs dags. 26. janúar 2001.  
 

Af gefnu tilefni vill umhverfisnefnd/SD21 leggja það til við skipulags- og byggingarráð að sú heimild sem gefin var út af bæjarráði þann 26. janúar 2001 að heimila mótorcrossmönnum að nota Hvaleyrarvatn fyrir íþrótt sína verði afturkölluð. Enda er það sýnt að þær takmarkanir sem fram koma í heimildinni eru ekki virtar og skv. birtu og samþykktu deiliskipulagi fyrir Hvaleyrarvatn og Höfðaskóg kemur fram í greinargerð: „Öll umferð vélhjóla og bifreiða verði bönnuð á vatninu og utan vega á svæðinu.“ Umhverfisnefnd/SD21 leggur þó áherslu á að ekki sé lagt til að mótorcrossmenn verði sviptir æfingasvæði heldur strax gengið í það mál að útvega annað svæði þar sem minna ónæði verði af þeim og á þannig stað að skilgreind útivistarsvæði losni með öllu við ónæði af þessum toga.

Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann  19. desember 2006 var bókað:

Lögð fram fundargerð Umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21 dags. 13.12.06.

Skipulags- og byggingarráð  tekur undir lið 2 og bendir á að unnið er að deiliskipulagsvinnu við akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni og vísar erindinu til skipulags- og byggingarsviðs til frekari úrvinnslu með hliðsjón af samþykktu deiliskipulagi við Hvaleyrarvatn.

Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. febrúar 2008 var bókað:

US060063 – Mótorcross við Hvaleyrarvatn

Tekið fyrir málefni akstur mótorcrossmanna á Hvaleyrarvatni. Umhverfisnefnd/Sd 21 lagði 13.12.2006 það til við skipulags- og byggingarráð að sú heimild sem gefin var út af bæjarráði þann 26. janúar 2001 að heimila mótorcrossmönnum að nota Hvaleyrarvatn fyrir íþrótt sína verði afturkölluð.  Enda sé það sýnt að þær takmarkanir sem fram koma í heimildinni séu ekki virtar og skv. birtu og samþykktu deiliskipulagi fyrir Hvaleyrarvatn og Höfðaskóg kemur fram í greinargerð: „Öll umferð vélhjóla og bifreiða verði bönnuð á vatninu og utan vega á svæðinu.“

Umhverfisnefnd/SD21 leggur þó áherslu á að ekki sé lagt til að mótorcrossmenn verði sviptir æfingasvæði heldur strax gengið í það mál að útvega annað svæði þar sem minna ónæði verði af þeim og á þannig stað að skilgreind útivistarsvæði losni með öllu við ónæði af þessum toga.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu Umhverfisnefndar/Sd21 um að lagt verði til við bæjarráð að draga heimild til baka sem gefin var út af bæjarráði árið 2001 og bendir jafnframt á að í lokavinnslu er nú svæði fyrir akstursíþróttir í Kapelluhrauni, þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ísakstur.

 

Á fundi Bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 6. mars 2008  var eftirfarandi bókun gerð:  

 

US060063 – Hvaleyrarvatn, akstur mótorhjóla

Lagt fram bréf Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 26.2.2008 varðandi akstur mótorhjóla á ís á Hvaleyrarvatni. Jafnframt samþykkt skipulags- og byggingarráðs.

Bæjarráð samþykkir að draga til baka heimild til ísaksturs á Hvaleyrarvatni sem gefin var út af bæjarráði árið 2001 og bendir jafnframt á að í lokavinnslu er nú svæði fyrir akstursíþróttir í Kapelluhrauni, þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ísakstur.



Í gildandi deiliskipulagi fyrir Hvaleyrarvatn og Höfðaskóg er ekki gert ráð fyrir ísakstri á vatninu.


 

Umhverfis- og skipulagsþjónusta mun setja enn og aftur upp skilti við vatnið þar sem sýnt er fram á að ísakstur er ekki leyfður og auglýsa á opinberum vettvangi þetta bann.

 

Skv. framangreindu getur lögregla því beitt ákvæðum skv. þeim lögum sem gilda um akstur utan vega.

 

Samkvæmt framansögðu er erindinu hafnað. 

 

 

Ábendingagátt