Álagning fasteignagjalda

Fréttir

Nú er hægt að nálgast álagningarseðla fasteignagjalda á Mínum síðum og á þjónustuveitunni  www.island.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að hafa samband við Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar.

Nú er hægt að nálgast álagningarseðla fasteignagjalda á Mínum síðum og á þjónustuveitunni  www.island.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að hafa samband við Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar.

Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2016 eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 15.janúar 2016 en eftir það 1. hvers mánaðar frá mars til nóvember. Eindagi er 30 dögum síðar. Gjalddagi fasteignagjalda að lægri fjárhæð en 25.000 kr. er 1. febrúar 2016. Gjalddagar fasteignagjalda sem lagðir eru á nýjar eignir á árinu 2016 eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagningin fer fram. 

  • Upplýsingar um álögð fasteignagjöld er að finna hér
  • Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum 2016 er að finna hér

Hægt er að greiða reglubundin gjöld vegna þjónustu Hafnarfjarðarbæjar með boðgreiðslum. Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver bæjarins:  585- 5500 | tjonustuver@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt