Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ásta Sigurhildur Magnúsdóttir fagnaði 100 ára afmæli þann 3. nóvember sl. Af því tilefni heimsótti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri afmælisbarnið í vikunni og færði henni blómvönd og gotterí. Saman áttu þær, auk Hafrúnar Dóru Júlíusdóttur dóttur Ástu, ljúfa stund við spjall um gömlu góðu dagana og hinar ýmsu fjölskyldu- og vinatengingar í Firðinum fagra síðustu áratugina.
„Það er mjög gefandi að hitta fólkið sem byggði bæinn og hefur lagt sitt mark á söguna og samfélagið. Ásta Sigurhildur er mjög hlý og kát kona og við góða heilsu. Það var gaman að spjalla við Ástu sem man tímana tvenna og lifir fyrir börn sín og fjölskyldu,“ segir Rósa.
Sveitastúlkan Ásta Sigurhildur, sem fædd er að Móakoti í Staðarhverfi í Grindavík 1924, hefur búið í Hafnarfirði í áttatíu ár. Eftir uppvöxt við hefðbundin sveitastörf og heimilisverk hóf Ásta búskap með eiginmanni sínum, Júlíusi Sigurðssyni skipstjóra og verkstjóra, tvítug að aldri árið 1944 að Skerseyrarvegi 1 í Hafnarfirði og þar komu fyrstu fimm börnin í heiminn. Þau Júlíus giftu sig 1945. Síðar bjuggu þau að Holtsgötu 12 hvar yngsta dóttir þeirra fæddist og síðar að Arnarhrauni 8 sem var þeirra heimili þar til börnin voru flogin úr hreiðrinu. Þá byggðu þau hjónin lítið einbýlishús við Hrauntungu þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu á Hraunvang 3 við Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau Júlíus voru dugleg að ferðast um landið og erlendis, ein eða með fjölskyldunni og nutu vel. Júlíus dó í janúar 2019 og bjó Ásta ein í íbúð þeirra þar til hún flutti í fallegt heimili á Hrafnistu í ágúst 2023, þá 99 ára gömul. Ásta var heimavinnandi meðan börnin uxu úr grasi. Ásta starfaði í þvottahúsi Sólvangs í 20 ár og í þvottahúsi Hrafnistu í 10 ár eða þar til hún fór á eftirlaun. Ásta Sigurhildur er rík kona; ömmubörn eru 14, langömmubörnin 25 og langalangömmubörnin 7.
Sjö Hafnfirðingar 100 ára eða eldri
Fimm Hafnfirðingar fagna 100 ára afmæli á árinu 2024, einn 101 árs afmæli og einn 102 ára afmæli. Í heild sjö Hafnfirðingar sem fagna enn lífinu orðnir aldargamlir. Íbúar í Hafnarfirði í dag eru orðnir 32.052 og fer fjölgandi.
Hafnarfjarðarbær hefur á síðustu árum umbylt hafnfirsku leikskólastarfi og starfsumhverfi þeirra. Unnið hefur verið markvisst að því að gera störf…
Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru…
30 nemendum unglingadeildar Hvaleyrarskóla taka þátt í erlendu samstarfi með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar til að efla gagnrýna hugsun og þannig…
Nú hafa ærslabelgirnir í Hafnarfirði verið lagðir í vetrardvalann. Við getum þó öll farið að hlakka til því stefnt er…
Tillaga að fjárhagsáætlun 2025 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 6. nóvember. Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðarbæjar…
Alls bárust þrjár umsóknir um stöðu leikskólastjóra Tjarnaráss, en staðan var auglýst þann 12.október sl. og umsóknarfrestur rann út þann…
Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og Maciej Duszynsk, settur sendiherra Póllands hér á landi, heimsóttu Bókasafn Hafnarfjarðar á dögunum. Þau…
Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag.…
Vegna flugeldasýningar verður Fjarðargata á móts við verslunarkjarnan Fjörð (frá Bæjartorgi að Fjarðartorgi), lokuð tímabundið föstudaginn 22.nóvember milli kl.19:20 og…
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.…