Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ísold Marín Haraldsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022 en hún var ein þeirra 139 sem fundu alla 27 ratleiksstaðina sem dreift var vítt og breytt um uppland Hafnarfjarðar.
Ísold Marín Haraldsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022 en hún var ein þeirra 139 sem fundu alla 27 ratleiksstaðina sem dreift var vítt og breytt um uppland Hafnarfjarðar. Aldrei fyrr í 26 ára sögur Ratleiksins hafa svona margir klárað allan leikinn. Ísold Marín Haraldsdóttir fékk Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum. Yngsti verðlaunahafinn var Hilmir Kári Jónsson, 10 ára sem var Léttfeti leiksins.
Frétt á vef Fjarðarfrétta
Ísold Marín Haraldsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, er Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022. Ljósmynd: Fjarðarfréttir/Guðni Gíslason
Yngsti verðlaunahafinn var Hilmir Kári Jónsson, 10 ára sem var Léttfeti leiksins. Ljósmynd: Fjarðarfréttir/Kristján Guðnason
Leikurinn hófst í byrjun júní og stóð til 26. september. 27 ratleiksmerkjum er komið fyrir, sumum í eða við byggðina í Hafnarfirði en flestum þó í víðfeðmu upplandi bæjarins og jafnvel út fyrir það. Prentað var vandað loftmyndakort þar sem götur og gönguslóðar eru merktar inn á og staðsetning ratleiksmerkjanna. Þátttakendur hafa svo það verkefni að finna bestu leiðina að merkjunum og stundum þarf nokkrar tilraunir til að finna merkin. Þátttakendur eru af öllum aldri og um að ræða vinsælan fjölskylduleik. Markmið leiksins er að hvetja fólk til að njóta upplands Hafnarfjarðar en leikurinn er gefinn út af Hönnunarhúsinu í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Áætla má að um sex þúsund sinnum hafi verið komið á ratleiksstaði í sumar, að minnsta kosti. Þátttakendur koma víða að, þó mest úr Hafnarfirði, en sífellt fleiri úr nágrannasveitarfélögunum taka þátt. Þema leiksins í ár var fornar þjóðleiðir, götur og stígar. Ómar Smári Ármannsson, sem heldur úti fróðleikssíðunni Ferlir.is, veitti ómetanlega aðstoð við gerð leiksins sem fyrr. Þetta var 25. ratleikurinn á 26 árum en Guðni Gíslason hafði umsjón með honum og lagði í 15. skipti.
Í ár er Rio Tinto á Íslandi aðalstyrktaraðili leiksins auk Hafnarfjarðarbæjar sem er samstarfsaðili um útgáfu leiksins. Fjölmörg önnur fyrirtæki styrkja leikinn m.a. með því að gefa vinninga. Fjallakofinn gaf aðalvinningana í ár, gönguskó fyrir verðlaunahafa í öllum þremur flokkunum, Þrautakóngur – 27 merki, Göngugarpur – 18 merki og Léttfeti – 9 merki. Að auki fengu tveir í hverjum flokki viðurkenningu, einn í hverjum flokki fékk sundkort frá Sundlaugum Hafnarfjarðar, og hinir fengu Gjafakort frá Fjarðarkaupum, máltíð fyrir tvo á Von og gjafabréf frá Altis. Þá voru veitt samtals 26 útdráttarverðlaun en þau voru gefin af Sundlaugum Hafnarfjarðar, Altis, Von, Burger-inn, Píluklúbbnum, Ban kúnn, Tilverunni, Rif, Krydd, Músik og sport, Gróðrarstöðinni Þöll og Gormur.is Þá styrktu Landsnet, HS-veitur og H-berg leikinn.
Alls mættu 125 á uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar, sem haldin var í Apótekinu í Hafnarborg sl. fimmtudag. Aldrei hafa svo margir mætt áður og var húsnæðið troðfullt og þurftu margir að standa. Þar var farið yfir leikinn, myndir sýndar og verðlaun veitt. Var greinileg ánægja með leikinn og fólk strax farið að hlakka til næsta árs. Hafði fólk orð á því að þrátt fyrir að hafa margoft tekið þátt væri það alltaf að upplifa og sjá eitthvað nýtt í okkar fallega upplandi.
Húsfyllir í Hafnarborg. Ljósmynd: Fjarðarfréttir/Kristján Guðnason
Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022
Göngugarpur Ratleiks Hafnarfjarðar 2022
Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar 2022
Nánar um Ratleik Hafnarfjarðar á ratleikur.fjardarfrettir.is og á Facebook
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…