Álfasteinn fagnar 20 ára afmæli – til hamingju!

Fréttir

Leikskólinn Álfasteinn fagnar 20 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins voru settar upp fjölbreyttar starfsstöðvar fyrir alla nemendur og fagnað innanhúss með starfsfólki skólans. Bæjarstjóra og fræðslustjóra ásamt fámennu föruneyti var boðið í heimsókn og kynnt aðferðafræði og fjölbreytt starf skólans.  

Leikskólinn Álfasteinn fagnar 20 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins voru settar upp fjölbreyttar starfsstöðvar fyrir alla nemendur og fagnað innanhúss með starfsfólki skólans. Bæjarstjóra og fræðslustjóra ásamt fámennu föruneyti var boðið í heimsókn og kynnt aðferðafræði og fjölbreytt og skapandi starf skólans.  

IMG_6717Fanney Dóróthe Halldórsdóttir fræðslustjóri og sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, Inga Líndal Finnbogadóttir leikskólastjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir aðstoðarmaður sviðsstjóra og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. 

Leikskólinn Álfasteinn er merkilegur fyrir margra hluta sakir og þá ekki síst starf leikskólans, staðsetningu
og hönnun. Áherslur í leikskólastarfi Álfasteins frá upphafi skólans
hafa verið framfarastefna John Dewey þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun
og að leitað sé lausna á þeim áskorunum sem börn mæta í leik og starfi. Í Álfasteini hefur leikurinn, hugarflug barnsins
og öflugt kubbastarf verið leiðin að þessum áherslum. Leikskólinn hefur verið leiðandi í kubbastarfi og er það ekki
síst áhuga leikskólastjórans að þakka en sami leikskólastjóri, Inga Líndal,
hefur verið við stjórnvölinn frá upphafi.  Áhersla er lögð á frjálsan leik við útinám og leiksvæði þar sem val er um svæði eftir áhuga og börnin geta skipt um skoðun og farið á milli svæða.  Könnunaraðferðin hefur verið notuð í skólanum um árabil en þar eru það börnin sjálf sem ákveða efni sem fjalla á um og ákveða í lýðræðislegri kosningu hvað verður tekið fyrir. Rannsaka svo og kanna eftir fjölbreyttum leiðum valið, t.d. flugvélar, sundlaugar, björgunarsveit, snjó og þannig mætti lengi telja. 

Álfasteinn samanstendur af öflugu starfsfólki sem hefur
tekist á við áskoranir af hugprýði og dug og ber allt skólastarf merki um að þar er öflugur hópur einstaklinga sem leitar sífellt nýrra leiða í skólastarfi
og er því samkvæmur þeim orðum sem leiðir fagstarf skólans áfram: „hlutverk kennarans er ekki að svara spurningum heldur að
aðstoða við fæðingu nýrra spurninga“

Til hamingju með daginn ykkar! 

Um Álfastein

Í Álfasteini er stuðst við skipulag þátttökuaðlögunar. Hún byggist á því að barnið sé að læra að vera á nýjum stað og í nýjum aðstæðum. Aðlögunin byggir á fullri þátttöku foreldranna í starfi leikskólans þá daga sem hún á sér stað. Með þátttökuaðlögun gefst foreldrum tækifæri til að smita eigin öryggiskennd, forvitni og spennu yfir þessum nýju aðstæðum til barna sinna. Foreldrar sem þátttakendur öðlast öryggi og ná að fylgjast með því sem á sér stað í leikskólanum og sjá starfsfólk að störfum. Þeir kynnast starfsfólki leikskólans, hinum börnunum, foreldrum þeirra og almennu starfi leikskólans. Hópstjóri barnsins tekur á móti barninu í aðlögun.

Ábendingagátt