Allir lesa – landsleikur í lestri

Fréttir

Bæjarbúar eru hvattir til að stofna keppnislið og taka þátt í landsleik í lestri, sbr. fjölskyldur, samstarfs- og vinahópa eða íþróttafélög, og styðja þannig um leið við læsisverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Lestur er lífsins leikur. Þrenn verðlaun verða veitt til þeirra hafnfirsku keppnisliða sem standa sig best og verða þau afhent á Bóka- og bíóhátíð barnanna sem haldin verður 13. – 19. mars nk. 

Lestur gerir lífið einfaldlega skemmtilegra!

Við hvetjum ALLA til að taka þátt í ALLIR LESA – landsleik í lestri

Á fundi sínum í vikunni vakti fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar sérstaka athygli á lestrarkeppninni Landsleikur í lestri sem samtökin Allir lesa standa að og stendur yfir á landsvísu dagana 27. janúar – Konudagsins 19. febrúar. Fræðsluráð hvetur bæjarbúa til að stofna keppnislið og taka þátt, sbr. fjölskyldur, samstarfs- og vinahópa eða íþróttafélög, og styðja þannig um leið við læsisverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Lestur er lífsins leikur. Fræðsluráð Hafnarfjarðar mun veita þrenn verðlaun til þeirra hafnfirsku keppnisliða sem standa sig best og verða þau afhent á Bóka- og bíóhátíð barnanna sem haldin verður 13. – 19. mars nk. Fræðsluráð skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að mynda keppnislið og taka þátt í landsleiknum. Hafnarfjarðarbær tók virkan þátt í fyrra og ætlar að taka enn virkari þátt nú í ár. Landsleikurinn þykir tala vel saman við verðug lestrarverkefni sem í gangi eru þessa dagana innan skóla Hafnarfjarðarbæjar. Opnar þetta verkefni á þátttöku allrar fjölskyldunnar, skráningu á kvöldlestri með börnunum, vinnutengdum lestri og lestri til einskærrar ánægju og yndisauka.

Stóri dagurinn er RUNNINN UPP!

Í dag hefst landsleikurinn ALLIR LESA í Hafnarfirði. Allir lesa – landsleikur í lestri gengur út á það að skrá lestur á einfaldan hátt. Keppt er í liðum og/eða sem einstaklingur og mældur sá tími sem varið er í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með verðlaunum og viðurkenningum, svo og sá einstaklingur sem ver mestum tíma í lestur á þessu tímabili. Einstaklingskeppnin er nýbreytni í ár svo nú verður í fyrsta sinn ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. Hver þátttakandi getur keppt bæði sem einstaklingur og í liði, eða valið aðeins annan kostinn. Sveitarfélög keppa m.a. innbyrðis og áhugavert er að skoða skiptingu á milli þeirra. 

Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað. Lestu þér til ánægju um leið og þú keppir í lestri. 

Fyrir hvern er leikurinn?

Allir geta myndað lið, til dæmis á vinnustaðnum, í saumaklúbbnum, vinahópnum eða með fjölskyldunni. Foreldrar sem lesa fyrir ung börn sín eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum og skrá lesturinn. Einn aðili, liðsstjórinn, stofnar lið inni á vefnum og bætir öðrum liðsmönnum í liðið. Aðrir geta einnig fundið liðið og gengið í það. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.

Algengar spurningar 

Hverjir mega taka þátt?

Allir lesa er, eins og nafnið gefur til kynna, öllum opið. Hver sem er getur fundið sér lið og tekið þátt. Einnig er hægt að keppa sem einstaklingur. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur. 

Hvernig skrái ég mig? Á forsíðu Allir lesa er smellt á hnappinn „Innskráning“, sem er efst í hægra horninu. Við nýskráningu þarf að skrá inn kennitölu, netfang og sveitarfélag. Annað kemur sjálfkrafa frá Facebook, ef sá möguleiki er notaður (gott að ganga úr skugga um hvort netfangið þitt er rétt skráð á Facebook).

Hverjir sjá það sem ég skrái?
Þú sérð það bara sjálf/sjálfur. Allar upplýsingar í lestrardagbókinni eru dulkóðaðar og einungis aðgengilegar viðkomandi notanda, nema þú ákveðir að deila því sjálf/ur á samfélagsmiðlum. Ef þú ert í liði sér liðsstjórinn hvað þú lest.

Um hvað er keppt?
Allir lesa er landsleikur í lestri þar sem hópar skrá sig til leiks og keppast um að verja sem mestum tíma í lestur. Það er tíminn sem fer í lestur sem gildir, ekki blaðsíðufjöldi.

Hvað má lesa?
Allur lestur er tekinn gildur, hvort sem lesin eru skáldverk, fræðibækur, myndasögur, tímarit eða hvað annað. Ekki skiptir máli á hvaða formi lesefnið er – prentaður texti, rafbækur og hljóðbækur hafa jafn mikið vægi. Einnig getur þú skráð þann tíma sem þú verð í að lesa fyrir aðra.

Í hvaða flokkum er keppt?
Bæði er hægt að keppa sem einstaklingur og hluti af liði. Keppnisflokkar liðakeppninnar eru tveir: Vinnustaðaflokkur og Opinn flokkur

Hvað varð um skólaflokkinn?
Ákveðið var að leggja aukna áherslu á fjölskyldulið og taka um leið ábyrgðina af herðum kennara. Eftir sem áður hvetjum við skóla eindregið til að vekja athygli á landsleiknum, hvetja eldri nemendur til að stofna lið og skapa rými fyrir yndislestur.

Hvernig skrái ég mig í lið?
Best er að athuga fyrst innan vinnustaðar hvort einhverjir hafi þegar skráð sig til leiks og ef svo er getur þú bæst í hópinn með þeim. Ef enginn hefur skráð sig til leiks getur þú tekið að þér að vera liðsstjóri og hvatt þína samstarfsmenn til þess að taka þátt. Til þess að skrá þig til leiks, og jafnframt liðið, smellir þú á „Innskráning“ efst í hægra horninu. Fyrst stofnar þú aðgang fyrir þig og síðan stofnar þú liðið. Því næst fyllir þú inn þær upplýsingar sem beðið er um og vistar. Hver liðsmaður skráir sig svo á vefinn og í liðið eða liðsstjórinn skráir inn liðsmenn.

Getur liðsstjóri skráð lestur fyrir liðið sitt? Já, hann getur það, en hver og einn liðsmaður getur líka skráð eigin lestur í liðinu.

Get ég skráð þann tíma sem ég les fyrir barnið mitt?
Já, það má skrá allan þann tíma sem maður les fyrir aðra, og sömuleiðis þann tíma sem maður hlustar á aðra lesa. Það er því tilvalið að fólk lesi hvert fyrir annað – nokkurs konar baðstofulestur. 

Hvernig er liðum raðað í sæti?
Keppt er um lengsta tímann sem fer í lestur, hlutfallslega miða við heildarfjölda liðsmanna. Ef smellt er á „Staða“ birtast allir flokkarnir og undir hverjum flokki efstu liðin hverju sinni. Til að skoða öll lið í hverjum flokki skal smella á “Sjá allt”. Heildartími er meðaltal þess tíma sem liðsmenn hafa varið í lestur, deilt með fjölda í liðinu.

Leikreglur eru fáar og einfaldar!

————————————————————————————–

Ready, Steady, Read! 

 

Allir lesa – or Ready, Steady, Read! is a national game of reading. People of all ages, all over Iceland, can compete in this simple and fun game. The game starts on January 27, 2017 and ends on February 19th. You can compete in a team, as an individual, or both. The game is simple, you register on the web and list the time spent reading. Instructions are in Icelandic, but we encourage people of all languages to take part and you can of course read books in whichever language you want. Form or join a team with your family, work colleagues or friends and cuddle up with a book during the dark time of Þorri. The teams and individual that spend the most time reading during the game period will be rewarded with prizes. 

Ábendingagátt