Allskonar gersemar á jólamarkaði Íshússins í Ægi 220

Fréttir Jólabærinn

Jólamarkaður Íshússins í Ægi 220 verður tvisvar fyrir þessi jól, annars vegar sunnudaginn 24. nóvember og hins vegar að kvöldi fimmtudagsins 5. desember.

Jólamarkaður Íshússins í Ægi 220

„Allskonar,“ segir Tindur Lilja H. Péturs teiknari spurt um það sem verður á jólamarkaði Íshússins í Ægi 220 sem verður tvisvar, annars vegar sunnudaginn 24. nóvember og hins vegar að kvöldi fimmtudagsins 5. desember.

„Keramik, skraut, kertastjakar og bollar. Jólaskraut, málverk, teikningar, og fleiri grafíkverk, auk textílverka og skartgripa,“ segir hán. „Svo verður Pláneta, fyrirtæki sem býr til og selur skynjunarleikföng fyrir börn, á staðnum.“

Tindur Lilja hefur ásamt manni sínum Sigmundi Breiðfjörð Þorgeirssyni starfað í Íshúsi Hafnarfjarðar í þrjú ár. Þau taka þátt í jólamarkaði Íshússins og Ægi 220.

„Við verðum með pakkamerkimiða, jólakort, límmiða og nælur. Einnig eintök af bókunum okkar, þar af fyrstu barnabókinni minni, Bangsi fer út að leika. Hana má fá áritaða sem og nýju unglingahrollvekju Simma, Nammidagur,“ segir Tindur Lilja.

Tugir einstaklinga og fyrirtækja hafa aðstöðu í Íshúsinu í Hafnarfirði. Þar er suðupottur hönnunar og hugvits.

„Íshúsið er vinnuaðstaða með sál,“ segir Tindur Lilja. „Þetta er sem sagt griðastaður, aðstaða á verði sem gefur okkur vinnufrelsi. Útlit hússins bætir svo við sjarmann eins og allt hafnarsvæðið í kring.“

 

Ægir 220 í Íshúsinu

Bakatil í gamla Íshús frystihúsinu við smábátahöfnina er veislu- og viðburðasalurinn Ægir 220.

 

Tímalína

  1. nóvember  – Jólamarkaður Íshúsfólksins  í Ægi 220 á sunnudegi frá kl. 13-17
  2. nóvember – Kántríball með Sérsveitinni
  3. desember – Jólamarkaður Íshússins í Ægi frá klukkan 17, jólabjór og hreindýraborgari í matarvagni
  4. desember – jólabingó
  5. desember – jólablústónleikar Singletons
  6. desember – Jólamarkaður Íshússfólksins

Fylgist með Facebook-síðu Ægis 220 fyrir frekari viðburði og opnunartíma.

 

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Ábendingagátt