Allt þéttbýli í Hafnarfirði komið í samband við Ljósleiðarann

Fréttir

Lokið er tengingu allra heimila í þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann. Af þessu tilefni afhenti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra skjöld til vottunar á þessum áfanga í uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.

Lokið er tengingu allra heimila í þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann. Af þessu tilefni afhenti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra skjöld til vottunar á þessum áfanga í uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.

Mynd1Snjallsamfelag

Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu
Reykjavíkur fagnar þessum áfanga. „Þetta
er mikilvægt skref í uppbyggingu nútímasamfélaga að hafa svo trausta innviði
fyrir gagnaflutninga af öllu tagi sem Ljósleiðarinn er. Nú eiga heimilin í
bænum kost á þjónustu sem er einhver sú besta sem býðst á byggðu bóli
,“
segir Erling og óskar Hafnfirðingum til hamingju með áfangann. „Við fögnum þessum áfanga í uppbyggingu
okkar innviða sem talar í takt við markmið okkar og stefnu um enn meiri
snjallvæðingu og rafrænar lausnir á fjölbreyttu sviði. Við erum að endurhugsa
ferla, flæði og lausnir sem lið í stafrænni vegferð. Næsta skref verður að
tryggja tengingar stofnana og fyrirtækja í sveitarfélaginu og ég veit að sú
vegferð er hafin í góðu samstarfi allra hlutaðeigandi aðila“
segir Rósa
Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem er að vonum ánægð með þessa
uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu sem tekið hefur um þrjú ár.

Eitt gíg í boði – ein
heimsókn og allt tengt

Öllum heimilum í þéttbýli Hafnarfjarðar stendur nú til boða
Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabitum bæði til
og frá heimili. Það er öflugasta nettenging sem býðst á almennum
heimilismarkaði hér á landi og þó víðar væri leitað. Flest stærstu fjarskipta-
og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og
viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða. Uppsetning
á ljósleiðara alla leið inn á heimili er íbúum að kostnaðarlausu og síðan er
greitt mánaðargjald fyrir notkun. Sérfræðingar Ljósleiðarans tengja bæði
ljósleiðarabox og allan búnað sem þarf netsamband, allt í einni heimsókn til að
draga úr raski og ónæði. 

Ábendingagátt