Alltaf verið meðvituð um sínar sterku hafnfirsku rætur

Fréttir

Í viðtali Vitans við Rósu Guðbjartsdóttir bæjarstjóra er víða komið við. Rætt var um hvernig var að alast upp í Hafnarfirði, skólagönguna, áhuga hennar á gömlum munum, fyrstu íbúðakaupin, dvölina í Bandaríkjunum, áhuga á útgáfu, prentun, matargerð og ræktun hvers konar. 

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur alltaf verið meðvituð um sínar sterku hafnfirsku rætur þrátt fyrir að hafa búið í Hlíðunum í Reykjavík fyrstu tíu æviárin. Við tíu ára aldurinn flutti hún full eftirvæntingar í norðurbæinn í hús sem foreldrar hennar byggðu sjálf. 

Hlusta á þáttinn 

Í viðtali Vitans við Rósu er víða komið við. Rætt var um hvernig var að alast upp í Hafnarfirði, skólagönguna, áhuga hennar á gömlum munum, fyrstu íbúðakaupin, dvölina í Bandaríkjunum, áhuga á útgáfu, prentun, matargerð og ræktun hvers konar. Komið er inn á erfitt tímabil í sögu fjölskyldunnar vegna barnsmissis og starf hennar að málefnum krabbameinsveikra barna. Starfsferill Rósu er fjölbreyttur og er ekki síst tengdur fjölmiðlum og útgáfu áður en pólitíkin knúði dyra. Við ræðum um þann feril og svo vitanlega um starf hennar í bæjarstjórn, fyrst í minnihluta, síðar meirihluta og loks sem bæjarstjóri frá 2018. Rósa fer yfir fjölþætt verkefni hennar sem framkvæmdastjóri í 30.000 manna bæjarfélagi og 2.000 manna vinnustað.

Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict.

Ábendingagátt