Alþjóðadagur kennara

Fréttir

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október og hefur svo verið gert síðan 1996. Markmið dagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar inna af hendi á degi hverjum. Til hamingju með daginn kæru kennarar!

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október og hefur svo verið gert síðan 1996. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar inna af hendi á degi hverjum. Til hamingju með daginn kæru kennarar!

Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra

Stofnað var til Alþjóðadags kennara að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en líka að efla samtakamátt kennara og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. Alþjóðasamtökin velja baráttumál hvers árs og að þessu sinni er yfirskriftin Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra.  Innan vébanda Alþjóðasamtaka kennara er um 30 milljón kennarar sem tilheyra rúmlega 400 kennarasamtökum í 171 landi. Íslenskir kennarar eru í þessum hópi enda KÍ aðili að Alþjóðasamtökum kennara. 

Kennarasamband Íslands mun sem fyrr fagna Alþjóðadegi kennara. Efnt er til smásagnasamkeppni í leik-, grunn- og framhaldsskólum um land allt þar sem þemað er „kennarinn minn“. Samkeppni af þessu tagi fór fram í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast afar vel. Þá verður Skólamálaþing KÍ haldið í dag.  Á þinginu verður fjallað um faglega forystu kennara og verður aðalfyrirlesari dr. David Frost, prófessor og fræðimaður við Cambridge-háskóla. Kveikja Skólamálaþingsins er starf hjá KÍ sem miðar að því að auka jákvæða umræðu um kennarastarfið og skóla- og menntamál sem og bókin Flip the System. Changing Education from the Ground Up sem kom út í tengslum við heimsþing Alþjóðasamtaka kennara (EI) á síðasta ári. Tilgangur hennar er að styðja við kennara og samtök þeirra í því að efla kennarastéttina sem forystuafl í skóla- og menntamálum og menntun sem leiðarljós jafnræðis og lýðræðis í samfélaginu. Dr. David Frost er meðal höfunda greina í bókinni um faglega forystu kennara.

 Myllumerki dagsins er #kennaradagurinn hér á landi en þeir sem vilja blanda sér í alþjóðlega umræðu dagsins geta notað #worldteacherday. 

Við óskum öllum kennurum landsins til hamingju með daginn!

Althjodadagur-kennara

Ábendingagátt