Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er hús Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði, Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.
Fimmtudaginn 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni var hús Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði, Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Átakið, sem lýkur 10. desember á alþjóðadegi mannréttinda, er drifið áfram af mörgum aðilum, félagasamtökum og activistum þ.á.m. UN Women á Íslandi og Soroptimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Hús Hafrannsóknarstofnunar á Flensborgarhöfn mun vera lýst upp í appelsínugulum lit á meðan á átakinu stendur.
Árleg ljósaganga UN Women á Íslandi verður ekki haldin í ár sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Í tilefni dagsins birti Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi grein á vef UN Women. Við látum efni greinar fylgja með hér fyrir neðan.
————————————————–
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi.
Í nýrri skýrslu UN Women kemur fram að 2 af hverjum 3 konum greindu frá því að þær eða kona sem þær þekkja, hafi verið beittar ofbeldi og að þær væru líklegri til að standa frammi fyrir fæðuóöryggi. Aðeins ein af hverjum 10 konum sagði að þolendur myndu leita til lögreglu til að fá aðstoð.
Níu af hverjum tíu konum í Afganistan eru beittar ofbeldi af maka sínum á lífsleiðinni og fer sú tala hækkandi með hverjum deginum. Frá því að Talíbanar tóku yfir Afganistan, hefur aðgengi þolenda að viðeigandi aðstoð versnað til muna. Samt hefur þörfin aukist. Tíðni barnahjónabanda fer hækkandi og kynbundið ofbeldi aukist til muna, innan sem utan heimila. Skipuð hefur verið ríkisstjórn í Afganistan sem hefur engar konur og Kvenna- og jafnréttisráðuneyti landsins hefur verið lagt niður.
Í sumum héruðum Afganistan er konum sagt að mæta ekki til vinnu og yfirgefa ekki heimili sín án karlkyns ættingja. Ráðist er á kvennaathvörf og starfsfólk þeirra áreitt. Staða kvenna og stúlkna í Afganistan er grafalvarleg en engu að síðar halda konur áfram að berjast fyrir réttindum sínum og krefjast jafnréttis. Það hefur ekki breyst og mun ekki breytast. Afganskar konur hafa verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum sínum um aldir og á því er ekkert lát.
Alþjóðasamfélagið hefur brugðist konum í Afganistan. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að ræður á tyllidögum verði að raunverulegum aðgerðum til að tryggja konum grundvallarmannréttindi. Við getum öll sýnt afgönskum konum samstöðu og tryggt að raddir þeirra heyrist með því að hlusta. Tryggja þarf þátttöku kvenna í samningaviðræðum við Talíbana og að konur séu hafðar með í ráðum við skipulag og veitingu mannúðar- og neyðaraðstoðar. Við tökum tökum þátt í þessum aðgerðum með því að styrkja starf samtaka sem styðja við afganskar konur.
Við hjá UN Women gleymum ekki, við erum á staðnum, við dreifum neyðarpökkum til kvenna og barna þeirra og grípum þolendur og kvenaðgerðasinna sem gefast ekki upp þrátt fyrir skelfilegar aðstæður. Í dag skulum við í stað Ljósagöngu, kveikja á kerti af virðingu við óþrjótandi baráttu afganskra kvenna fyrir lífi án ofbeldis.
Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…