Ánægja íbúa fer vaxandi

Fréttir

Í Hafnarfirði eru 88% íbúa ánægð með sveitarfélagið sem stað til að búa á, samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem nýlega voru gerðar opinberar. Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt í þessari könnun til fjölda ára og markvisst tekið niðurstöður hvers málaflokks með í sín verkefni og vinnu. 

Í Hafnarfirði eru 88% íbúa ánægð með
sveitarfélagið sem stað til að búa á, samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar
Gallup sem nýlega voru gerðar opinberar. Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt í
þessari könnun til fjölda ára og markvisst tekið niðurstöður hvers málaflokks
með í sín verkefni og vinnu. 

Niðurstöður
þjónustukönnunar gefa hugmynd um ánægju íbúa og/eða upplifun út frá umræðu með
ákveðna þjónustuþætti sveitarfélagsins. 
Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu
sveitarfélaga landsins ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Fleiri
eru ánægðir með sveitarfélagið sitt nú í ár en í fyrra og er skor
Hafnarfjarðarbæjar 4,3 af 5 mögulegum á kvarðanum 1-5. Sveitarfélagið hækkar í
10 þáttum af 13 og er marktækur munur þar af á fjórum þáttum milli ára. Þáttum
sem snúa að þjónustu sveitarfélagins, ánægju með sveitarfélagið sem stað til að
búa á, þjónustu við barnafjölskyldur og þjónustu við fatlað fólk í
sveitarfélaginu. Mikil áhersla hefur verið lögð á markvissar aðgerðir í þessum
málaflokkum síðustu mánuði og ár og því ánægjulegt að aðgerðir og framkvæmdir
virðist vera að skila sér í upplifun og ánægju bæði notenda þjónustunnar og
þeirra sem meta ánægju út frá umræðu og samtali við aðra. Enn á
Hafnarfjarðarbær nokkuð í land með að ná þeim sveitarfélögum sem skora hvað hæst
í hverjum þætti en heldur sér í kringum meðaltal allra sveitarfélaganna. Þessi
jákvæða niðurstaða undirstrikar jákvæðara viðhorf bæjarbúa til þjónustu
sveitarfélagsins og er öllum hlutaðeigandi hvatning til að halda áfram á sömu
braut. Bæjarráð Hafnarfjarðar fékk kynningu á niðurstöðum þjónustukönnunar á
fundi ráðsins í vikunni.

Niðurstöður
Gallup er að finna í fundargerð bæjarráðs lið 1 – sjá hér: http://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/fundargerdir/DisplayMeeting.aspx?id=1701017F

Ábendingagátt