Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ánægja íbúa Hafnarfjarðar er enn nokkuð há í sögulegu samhengi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup sem kynnt var í bæjarráði í morgun, þrátt fyrir að skor dali lítillega milli áranna 2020 og 2019 en ánægjan hafði aukist umtalsvert og marktækt í flestum þáttum milli mælinga 2019 og 2018.
Skoða niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup 2020
Hafnarfjörður stendur í stað í þremur þáttum í mælingunni fyrir 2020 og lækkar í níu þáttum, þar af marktækt í þremur þáttum. Ánægja með þjónustu í tengslum við sorphirðu hækkar á milli ára og hefur ekki mælst hærri áður. Þættir sem lækka marktækt á milli ára eru heildaránægja með sveitarfélagið sem stað til að búa á, ánægja með menningarmál og ánægja með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Sérstaka athygli vekur að skor í tveimur af þessum þremur þáttum er áfram yfir meðaltali tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins þrátt fyrir lækkun og deilir Hafnarfjarðarbær þannig m.a. efsta sætinu með þremur öðrum sveitarfélögum þegar kemur að ánægju með hvernig sveitarfélagið sinni menningarmálum. Niðurstöðurnar gefa ákveðna hugmynd um ánægju íbúa og þá þjónustuþætti sem gott væri að rýna betur.
Mat á sveitarfélagi og breyting frá síðustu tveimur mælingum
Niðurstöður könnunarinnar gefa hugmynd um ánægju íbúa með ákveðna þjónustuþætti sveitarfélagsins óháð því hvort viðkomandi nýti sér þjónustuna eða ekki. 86% eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, 82% er ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu og 77% eru ánægðir með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins. Hafnarfjörður er á pari við önnur sveitarfélög í fimm þáttum og yfir meðaltali í þremur þáttum sem snúa að heildaránægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á, ánægju með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu og ánægju með það hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum.
Hafnarfjörður er undir meðaltali þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, fatlað fólk og ánægju með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu. Að baki er ár sem hefur reynst viðkvæmum samfélagshópum erfiðara en öðrum þrátt fyrir að sveitarfélögin öll hafi lagt áherslu á óskerta þjónustu á tímum Covid19. Þá fjölgar þeim sem finnst starfsfólk sveitarfélagsins hafa leyst illa úr erindum svarenda en aðeins þeir sem höfðu haft samskipti við bæjarskrifstofurnar undanfarin tvö ár voru spurðir þeirrar spurningar og samhliða heldur áfram að fækka í þeim hópi milli kannana. Hvað veldur þar er erfitt að segja en mögulega er aukin áhersla á sjálfsafgreiðslu með öflugum og ítarlegum upplýsingum á vef, aukin áhersla á miðlun í gegnum ólíka miðla og uppfærsla á Mínum síðum að draga úr beinni þörf eftir þjónustu. Eftir sitja mál og erindi sem eru flóknari í afgreiðslu og svörun og taka því lengri tíma. Tækifæri til úrbóta blasa við og stendur nú yfir frekari greiningarvinna.
Meðaltöl sveitarfélags í samanburði við sveitarfélög í heild
Um þjónustukönnun Gallup
Gallup framkvæmir árlega þjónustukönnun meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins til þess að kanna ánægju með þjónustu og gera samanburð þar ásamt að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Gagnasöfnun fór fram dagana 6. nóvember – 20. desember 2020. Um er að lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. Gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda svara var náð í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Í Hafnarfirði svöruðu 426 einstaklingar könnuninni. Niðurstöðurnar voru birtar á fundi bæjarráðs í morgun.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…