Íbúar í Hafnarfirði ánægðir með bæinn sinn

Fréttir

Ánægja íbúa Hafnarfjarðar er enn nokkuð há í sögulegu samhengi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup sem kynnt var í bæjarráði í morgun, þrátt fyrir að skor dali lítillega milli áranna 2020 og 2019 en ánægjan hafði aukist umtalsvert og marktækt í flestum þáttum milli mælinga 2019 og 2018.

Ánægja íbúa Hafnarfjarðar er enn nokkuð há í sögulegu samhengi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup sem kynnt var í bæjarráði í morgun, þrátt fyrir að skor dali lítillega milli áranna 2020 og 2019 en ánægjan hafði aukist umtalsvert og marktækt í flestum þáttum milli mælinga 2019 og 2018.

Skoða niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup 2020

Hafnarfjörður stendur í stað í þremur þáttum í mælingunni fyrir 2020 og lækkar í níu þáttum, þar af marktækt í þremur þáttum. Ánægja með þjónustu í tengslum við sorphirðu hækkar á milli ára og hefur ekki mælst hærri áður. Þættir sem lækka marktækt á milli ára eru heildaránægja með sveitarfélagið sem stað til að búa á, ánægja með menningarmál og ánægja með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Sérstaka athygli vekur að skor í tveimur af þessum þremur þáttum er áfram yfir meðaltali tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins þrátt fyrir lækkun og deilir Hafnarfjarðarbær þannig m.a. efsta sætinu með þremur öðrum sveitarfélögum þegar kemur að ánægju með hvernig sveitarfélagið sinni menningarmálum. Niðurstöðurnar gefa ákveðna hugmynd um ánægju íbúa og þá þjónustuþætti sem gott væri að rýna betur.

Samanburdur2018_2019_2020

Mat á sveitarfélagi og breyting frá síðustu tveimur mælingum

Að baki er ár fjölbreyttra áskoranna

Niðurstöður könnunarinnar gefa hugmynd um ánægju íbúa með ákveðna þjónustuþætti sveitarfélagsins óháð því hvort viðkomandi nýti sér þjónustuna eða ekki. 86% eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, 82% er ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu og 77% eru ánægðir með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins. Hafnarfjörður er á pari við önnur sveitarfélög í fimm þáttum og yfir meðaltali í þremur þáttum sem snúa að heildaránægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á, ánægju með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu og ánægju með það hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. 

Hafnarfjörður er undir meðaltali þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, fatlað fólk og ánægju með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu. Að baki er ár sem hefur reynst viðkvæmum samfélagshópum erfiðara en öðrum þrátt fyrir að sveitarfélögin öll hafi lagt áherslu á óskerta þjónustu á tímum Covid19. Þá fjölgar þeim sem finnst starfsfólk sveitarfélagsins hafa leyst illa úr erindum svarenda en aðeins þeir sem höfðu haft samskipti við bæjarskrifstofurnar undanfarin tvö ár voru spurðir þeirrar spurningar og samhliða heldur áfram að fækka í þeim hópi milli kannana. Hvað veldur þar er erfitt að segja en mögulega er aukin áhersla á sjálfsafgreiðslu með öflugum og ítarlegum upplýsingum á vef, aukin áhersla á miðlun í gegnum ólíka miðla og uppfærsla á Mínum síðum að draga úr beinni þörf eftir þjónustu. Eftir sitja mál og erindi sem eru flóknari í afgreiðslu og svörun og taka því lengri tíma. Tækifæri til úrbóta blasa við og stendur nú yfir frekari greiningarvinna. 

SamanburdurSveitarfelog2020

Meðaltöl sveitarfélags í samanburði við sveitarfélög í heild

Um þjónustukönnun Gallup

Gallup framkvæmir árlega þjónustukönnun meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins til þess að kanna ánægju með þjónustu og gera samanburð þar ásamt að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Gagnasöfnun fór fram dagana 6. nóvember – 20. desember 2020. Um er að lagskipt tilviljunarúrtak úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. Gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda svara var náð í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Í Hafnarfirði svöruðu 426 einstaklingar könnuninni. Niðurstöðurnar voru birtar á fundi bæjarráðs í morgun.

Ábendingagátt