AndreA eignast Vesturgötu 8

Fréttir

Artwerk ehf. er nýr eigandi að Vesturgötu 8. Artwerk á og rekur verslunina AndreA við Norðurbakka og hefur verið með rekstur í miðbæ Hafnarfjarðar síðan 2008. 

Artwerk ehf. er nýr
eigandi að Vesturgötu 8. Artwerk á og rekur verslunina AndreA við Norðurbakka
og hefur verið með rekstur í miðbæ
Hafnarfjarðar síðan 2008. Á fundi bæjarráðs þann 22. apríl sl. var tekin
ákvörðun um að selja fasteignina Vesturgötu 8. Tvö tilboð bárust í eignina sem
lögð voru fram og rædd á fundi bæjarráðs þann 18. júní. Eftir viðræður við báða
tilboðsaðila þótti ljóst að hugmyndir Andreu Magnúsdóttur hönnuðar um
framtíðarnýtingu myndu falla vel að hugmyndum bæjarstjórnar um eflingu
miðbæjarins.

IMG_4886

Enn bætist
við flóru verslunar og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar.


Hafnarfjörður á mikið inni sem vænlegur áfangastaður fyrir Íslendinga

Það er m.a. mat nýrra eigenda að húsnæðið og staðsetning
þess verði góð viðbót við flóru verslunar og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar
enda eigi Hafnarfjörður töluvert inni sem vænlegur áfangastaður fyrir
Íslendinga til að gera sér glaðan dag. Það sýni sig best í fjölgun verslana í
úthverfum Reykjavíkur og nærliggjandi bæjarfélögum, þar með talið Hafnarfirði. „Verslunin AndreA í miðbæ Hafnarfjarðar
hefur um árabil haft mikið aðdráttarafl og blómstrað í hjarta bæjarins. Það er
því mjög ánægjulegt að fyrirtækið vilji stækka og auka þjónustu sína á þessu
fallega svæði. Hönnuðurinn Andrea er mikil fagmanneskja og fagurkeri og ég veit
að hún mun tryggja að húsið við Vesturgötu 8 verði, áður en langt um líður, til
mikils sóma og starfsemin lyftistöng fyrir miðbæinn okkar“
segir Rósa
Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar en skrifað var undir kaupsamning í Ráðhúsi Hafnarfjarðar í dag.  

Ábendingagátt