Andri kennir okkur að anda í Bæjarbíói

Fréttir

Andri Iceland stýrir hamingjustund í Bæjarbíói þriðjudaginn 24. september kl. 20. Fyrirlesturinn hans kallast: Hugsaðu um heilsuna. Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað. Hann gefur ráð og leiðir rétta öndun í lok fyrirlestrarins.

Komdu að anda með Andra!

„Það er alveg sama hvað bjátar á, ef við breytum andadrættinum getum við róað kerfið okkar. Ytri aðstæður eru alltaf þær sömu en við getum ráðið afstöðu okkar til þeirra. Andadrátturinn stjórnar öllu,“ segir Andri Iceland sem stýrir hamingjustund í Bæjarbíói þriðjudaginn 24. september kl. 20. Fyrirlesturinn hans kallast: Hugsaðu um heilsuna. Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað. Hann er opinn öllum, frítt inn og möguleiki á að breyta lífinu! Fyrirlesturinn er einn viðburðanna á Hamingjudögum í Hafnarfirði.

„Grunn stutt öndun eykur áhyggjur, streitu og verki,“ segir Andri og lýsir því hvernig andadrátturinn grynnist þegar við erum áhyggjufull, verðum streitt eða finnum til; sem svo auki vandann. Hægari andadráttur minnki hann.

Að anda í fullkominni yfirvegun

„Taka fjóra, fimm andadrætti á mínútu, ef þú andar þar ertu í fullkominni yfirvegun,“ segir hann og vísar í nýlega rannsókn frá Stanford. „Þú róar ekki hugann með huganum heldur líkamanum, andadrættinum.“

Andri ætlar að gefa ráð á þriðjudagskvöldið. Gefa leggjum við áherslu á, því það er frítt inn. „Við ætlum að anda djúpt, nota nefið inn og út, anda djúpt ofan í maga,“ segir hann en fyrirlesturinn hans endar með leiddri öndun sem hjálpar þátttakendum að upplifa strax ávinninginn af æfingunum.

„Ég ætla að kenna fólki einfaldar aðgerðir til að stilla andadráttinn af. Ef við gerum það verður kerfið betra, líkaminn verður sáttur, líkami og hugur vinna betur saman.“

Kuldi, öndun og aðrar meðferðir

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, heilsu- og vellíðunarþjálfunarstöðvar sem beitir krafti kuldameðferðar, öndunaræfinga, hitameðferðar og hugarorku, ásamt öðrum vísindalega sönnuðum aðferðum. Með faglega þjálfun og viðurkenningar frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Lifestyle Medicine og Mind-Body aðferðra. Margir þekkja svo Anda fyrir námskeiðin: Hættu að væla komdu að kæla.

Öllum sem mæta á þriðjudagskvöld verður boðið að koma og prófa einn frían öndunartíma „Anda með Andra“ í nýja stúdíói hans í Rauðagerði 25

Lykilávinninguinn:
  • Streituminnkun: Lærið að stjórna og minnka streitu á áhrifaríkan hátt.
  • Aukin vellíðan: Aðferðir til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
  • Aukin framleiðni: Eflir einbeitingu og frammistöðu í daglegu lífi.
  • Sjálfsstyrking: Upplifun sem eykur sjálfstraust og innri styrk.
Ábendingagátt