Andvirði sölu hlutabréfa notað til að borga niður skuldir

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu hluthafafundar HS Veitna um að kaupa eigin hlutbréf af hluthöfum í samræmi samþykkt hluthafafundar 19. janúar 2015.

 “ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að nota andvirði sölu hlutabréfa í HS Veitum til að borga niður skuldir bæjarins og er það í takt við þá áherslu bæjarstjórnarinnar að efla fjárhagsstöðu bæjarins“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu hluthafafundar HS Veitna um að kaupa eigin hlutbréf af hluthöfum í samræmi samþykkt hluthafafundar 19. janúar 2015.

Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt að nota upphæðina, um 300 milljónir króna, til að greiða niður höfuðstól langtímalána hjá sveitarfélaginu.

Jafnframt var fjármálastjóra og bæjarstjóra  falið að skoða hvernig þessi fjárhæð nýtist best með tilliti til vaxtakostnaðar og uppgreiðslugjalda sem eru mismunandi á lánaskuldbindingum sveitarfélagsins og gera tillögu til bæjarráðs um ráðstöfum fjárhæðarinnar

Ábendingagátt