Anna býður þér – valdefling kvenna af erlendum uppruna

Fréttir

Verkefninu Anna býður þér (Anna invites you) var hrundið af stað fyrir tilstuðlan Zontaklúbbsins Sunnu í Hafnarfirði. Zontaklúbburinn Sunna vildi leggja til fjárstyrk í verkefni sem miðar að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Úr varð verkefnið Anna býður þér sem stendur fyrir fjölbreyttum mánaðarlegum viðburðum og samveru á tímabilinu september til maí. 

Verkefninu Anna býður þér (Anna invites you) var hrundið af stað fyrir tilstuðlan
Zontaklúbbsins Sunnu í Hafnarfirði. Zontaklúbburinn Sunna vildi leggja til fjárstyrk í verkefni sem miðar að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Úr varð verkefnið Anna býður þér sem stendur fyrir fjölbreyttum mánaðarlegum viðburðum og samveru á tímabilinu september til maí. Þátttaka og dagskrá er ókeypis og opin öllum þeim sem skilgreina sig kvenkyns og það frá öllum löndum heimsins, líka Íslandi.  Helsti ávinningur þátttakenda er myndun nýrra tengsla samhliða því að bæta við sig nýrri þekkingu og færni í hlýlegu umhverfi og góðum félagsskap. 

20211016_144144

Tækifæri til eflingar og persónulegrar þróunar 

Verkefnið hefur gefið mjög góða
raun og opnað á tækifæri fyrir þær sem sækja viðburðina til persónulegrar eflingar og þróunar, svo sem að leiða smiðjur og göngur á vegum bókasafnsins og bæjarins. Verkefnið sjálft hefur þróast og mótast með þátttakendum sjálfum. Að auki eru stjórnendur verkefnisins á ákveðinn hátt upplýsingaveitur fyrir
hverja þá fyrirspurn sem kemur upp í umræðum á hittingum, hvort sem um ræðir
aðstöðu til listsýninga, danstíma, ungbarnasundnámskeið eða viðbótar við
ökuréttindi svo fátt eitt sé nefnt. 

20220226_135040

Styrkur úr Bókasafnasjóði til þess fallinn að efla samfélag Önnu enn frekar 

Nýlega hlotnaðist Hafnarfjarðarbæ og Bókasafni Hafnarfjarðar
sá heiður að fá styrk úr Bókasafnasjóði til að halda verkefninu gangandi. Styrkurinn er mikilvæg viðurkenning á því góða starfi sem hefur verið unnið og
mun koma sér vel til að efla samfélag Önnu enn frekar. Dagskrá eftir sumarfrí hefst af fullum krafti aftur þann 24. september. Allir
viðburðir eru auglýstir á Facebook-síðu Bókasafns Hafnarfjarðar og á vef
bæjarins. Einnig er sérstakur hópur á Facebook: Anna‘s ladies

20220615_155220Hugrún Margrét Óladóttir deildarstjóri barna- og ungmennadeildar á Bókasafni Hafnarfjarðar og Ólafía Björk Ívarsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ sjá um Önnu samfélagið og tóku á móti styrk Bókasafnssjóðs á dögunum. Hér með Sigrúnu Guðnadóttur forstöðumanni Bókasafns Hafnarfjarðar. 

Dæmi um hittinga sem hafa
átt sér stað:

  • Leiðsögn og vinnusmiðja
    í Hafnarborg
  • Macramé
  • Axarkast á Víðistaðatúni
  • Menningarganga um
    Hafnarfjörð með leiðsögn
  • Vatnslitun
  • Kynning og leiðsögn um
    námsspilið Beygja
  • Skuggaleikhússmiðja

Hvers vegna Anna?

Þegar til stóð að finna heiti á verkefnið var mikilvægt að
það yrði aðgengilegt öllum. Anna er mjög alþjóðavænt nafn, auk þess sem það þýðir í
sjálfu sér kona. Ennfremur heiðrar heitið fyrsta forstöðumann Bókasafns
Hafnarfjarðar, Önnu Guðmundsdóttur, en hún var brautryðjandi í
bókasafnageiranum á Íslandi. Til dæmis var hún fyrsta konan til að gegna slíku
hlutverki, innleiddi fyrstu barna- og tónlistardeildirnar og var í forsvari
fyrir stofnun Bókavarðafélags Íslands. Anna Guðmundsdóttir hélt einnig viðburði
á bókasafinu, enda með eindæmum listræn og veraldarvön kona, myndhöfundur og
grafískur hönnuður/kennari samhliða forstöðumennsku sinni á bókasafninu. 

Ábendingagátt