Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verkefninu Anna býður þér (Anna invites you) var hrundið af stað fyrir tilstuðlan Zontaklúbbsins Sunnu í Hafnarfirði. Zontaklúbburinn Sunna vildi leggja til fjárstyrk í verkefni sem miðar að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Úr varð verkefnið Anna býður þér sem stendur fyrir fjölbreyttum mánaðarlegum viðburðum og samveru á tímabilinu september til maí.
Verkefninu Anna býður þér (Anna invites you) var hrundið af stað fyrir tilstuðlan Zontaklúbbsins Sunnu í Hafnarfirði. Zontaklúbburinn Sunna vildi leggja til fjárstyrk í verkefni sem miðar að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Úr varð verkefnið Anna býður þér sem stendur fyrir fjölbreyttum mánaðarlegum viðburðum og samveru á tímabilinu september til maí. Þátttaka og dagskrá er ókeypis og opin öllum þeim sem skilgreina sig kvenkyns og það frá öllum löndum heimsins, líka Íslandi. Helsti ávinningur þátttakenda er myndun nýrra tengsla samhliða því að bæta við sig nýrri þekkingu og færni í hlýlegu umhverfi og góðum félagsskap.
Verkefnið hefur gefið mjög góða raun og opnað á tækifæri fyrir þær sem sækja viðburðina til persónulegrar eflingar og þróunar, svo sem að leiða smiðjur og göngur á vegum bókasafnsins og bæjarins. Verkefnið sjálft hefur þróast og mótast með þátttakendum sjálfum. Að auki eru stjórnendur verkefnisins á ákveðinn hátt upplýsingaveitur fyrir hverja þá fyrirspurn sem kemur upp í umræðum á hittingum, hvort sem um ræðir aðstöðu til listsýninga, danstíma, ungbarnasundnámskeið eða viðbótar við ökuréttindi svo fátt eitt sé nefnt.
Nýlega hlotnaðist Hafnarfjarðarbæ og Bókasafni Hafnarfjarðar sá heiður að fá styrk úr Bókasafnasjóði til að halda verkefninu gangandi. Styrkurinn er mikilvæg viðurkenning á því góða starfi sem hefur verið unnið og mun koma sér vel til að efla samfélag Önnu enn frekar. Dagskrá eftir sumarfrí hefst af fullum krafti aftur þann 24. september. Allir viðburðir eru auglýstir á Facebook-síðu Bókasafns Hafnarfjarðar og á vef bæjarins. Einnig er sérstakur hópur á Facebook: Anna‘s ladies
Hugrún Margrét Óladóttir deildarstjóri barna- og ungmennadeildar á Bókasafni Hafnarfjarðar og Ólafía Björk Ívarsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ sjá um Önnu samfélagið og tóku á móti styrk Bókasafnssjóðs á dögunum. Hér með Sigrúnu Guðnadóttur forstöðumanni Bókasafns Hafnarfjarðar.
Þegar til stóð að finna heiti á verkefnið var mikilvægt að það yrði aðgengilegt öllum. Anna er mjög alþjóðavænt nafn, auk þess sem það þýðir í sjálfu sér kona. Ennfremur heiðrar heitið fyrsta forstöðumann Bókasafns Hafnarfjarðar, Önnu Guðmundsdóttur, en hún var brautryðjandi í bókasafnageiranum á Íslandi. Til dæmis var hún fyrsta konan til að gegna slíku hlutverki, innleiddi fyrstu barna- og tónlistardeildirnar og var í forsvari fyrir stofnun Bókavarðafélags Íslands. Anna Guðmundsdóttir hélt einnig viðburði á bókasafinu, enda með eindæmum listræn og veraldarvön kona, myndhöfundur og grafískur hönnuður/kennari samhliða forstöðumennsku sinni á bókasafninu.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…