Annasöm aðventa hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Fréttir

Desembermánuður er mesti annatími Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, því þá eiga sér stað stærstu fjáraflanirnar, auk venjulegrar starfsemi og útkalla sem gera sjaldan boð á undan sér. Félagar í björgunarsveitinni eru alls 505, afar samhent fólk sem býr yfir þeirri þekkingu og reynslu sem þarf til að vera ávallt til staðar. Á útkallslista eru 183.

Desembermánuður er mesti annatími Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, því þá eiga sér stað stærstu fjáraflanirnar, auk venjulegrar starfsemi og útkalla sem gera sjaldan boð á undan sér. Félagar í björgunarsveitinni eru alls 505, afar samhent fólk sem býr yfir þeirri þekkingu og reynslu sem þarf til að vera ávallt til staðar. Á útkallslista eru 183.

„Jólatrjáasalan okkar hefst strax í byrjun desember, þegar trén koma til landsins, og eru að venju seld í Hvalshúsinu við Flatahraun. Þar er jafnan líf og fjör og jólasveinar kíkja við og hjálpa fjölskyldum að velja tré. Flugeldasalan verður að öllum líkindum á þremur stöðum; í björgunarmiðstöðinni, á planinu við Hval og á Völlunum,“ segir formaðurinn Guðjón Rúnar Sveinsson. Ekki sé óalgengt að útköll verði einnig á þessum tíma, samhliða öðru, en hans fólk sé vel undir það búið. „Við erum vel mönnuð og tækjum búin, en við þurfum alltaf að reiða okkur á almenning til að fjármagna starfsemina. Það hefur sem betur fer orðið töluverð aukning í nýliðun hjá okkur þótt við höfum ekkert auglýst eftir þeim. Vonandi erum við bara að laða til okkar gott fólk í starfið,“ segir Guðjón, en sjálfur byrjaði hann í þessu fyrir 25 árum. 

Þetta efni er úr jólablaði Hafnarfjarðar 2022

Ábendingagátt