Appelsínugul veðurviðvörun í gildi frá 6- 8 á morgun þriðjudag

Tilkynningar

Veðrið gengur hratt yfir en verður líklega verst á þeim tíma þegar flestir eru á leið til vinnu eða í skóla. Færðin gæti spillst og þar með orðið tafir á umferð. Fólk er hvatt til að fara varlega.

Veðrið gengur hratt yfir en verður líklega verst á þeim tíma þegar flestir eru á leið til vinnu eða í skóla. Færðin gæti spillst og þar með orðið tafir á umferð. Fólk er hvatt til að fara varlega.

Röskun á skólastarfi

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi fyrir forráðamenn og starfsfólk skóla

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í skóla eða frístundastarf. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum í skólann. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Forsjáraðilar þurfa að morgni að tryggja að starfsmaður taki á móti börnunum þegar komið er í skólann þar sem einhver röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs. Tafist getur að fullmanna skólann og mega forsjáraðilar þá búast við að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjáraðilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

Tilkynning um veðurviðvörun á vef Veðurstofunnar 

Spáð er sunnan 20-28 m/s og mjög snörpum vindhviðum. Hvassast verður í efri byggðum og við ströndina. Reiknað er með mikilli úrkomu, slyddu eða snjókomu. Nauðsynlegt er að tryggja muni utandyra, þ.e. að fólk festi lausa muni í nærumhverfi til að koma í veg fyrir foktjón. Eigendur báta eru jafnframt hvattir til að huga að þeim, en stórstreymi verður á sama tíma

Ábendingagátt