Appoló – listahátíð ungs fólks í Hafnarfirði 2023

Fréttir

Listahátíðin Appoló hefst þann 20. október í Ungmennahúsinu Hamrinum og í ár eru í boði átta glæsilegar smiðjur. Aldurstakmark í smiðjurnar er 16-25 ára og frítt fyrir alla þátttakendur. Skráning er hafin.

Skráning er hafin á átta glæsilegar smiðjur

Listahátíðin Appoló hefst þann 20. október í Ungmennahúsinu Hamrinum og í ár eru í boði átta glæsilegar smiðjur. Aldurstakmark í smiðjurnar er 16-25 ára og frítt fyrir alla þátttakendur. Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 15 ungmenni þannig að áhugasöm eru hvött til að skrá sig sem fyrst. Appolo listahátíðin, sem haldin er í annað sinn í Hafnarfirði í ár, er skipulögð fyrir ungt fólk og af ungu fólki í Hafnarfirði.

Smiðjurnar átta eru eftirfarandi:

  • SÖNGSMIÐJA með Rakel Björk (22. og 29. október frá kl. 12-16)
  • SKAPANDI SKRIF með Bergrúnu Írisi (22. október og 4. nóvember frá kl. 17-19)
  • DJ NÁMSKEIÐ með DJ Dóru Júlíu (23. október frá kl. 17:30-21)
  • RAPPNÁMSKEIÐ með Króla (1., 3. og 6. nóvember frá kl. 17:30-20:30)
  • TÖLVUTÓNLIST & PRODUCTION með Ingimari Tryggvasyni (4. og 5. Nóvember frá kl. 12-16)
  • HEKLNÁMSKEIÐ með Kristjönu frá Hringlandi (mán 30. október KL 17:30-20:30)
  • SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ með Junior Sanchez / kennt á ensku (lau 18. nóv & sun 19. nóv kl. 11:00-16:00)
  • MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ (sun 19. nóv KL 17:00-20:00)

Skráning fer fram hér

Viðburður Appoló á Facebook

Ábendingagátt