Aprílgabb Póstsins

Fréttir

Eins og fleiri brá Pósturinn á leik þann 1. apríl og fékk Hafnarfjarðarbæ og Hestamannfélagið Sörla í lið með sér. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt að nota eigi reiðhesta á ný í þjónustu Póstsins en til stendur að bæta hjólhestum í flotann, nánar tiltekið rafhlaupahjólum fyrir bréfbera.

Pósturinn brá á leik 1. apríl 

Eins og fleiri brá Pósturinn á leik þann 1. apríl og fékk Hafnarfjarðarbæ og Hestamannfélagið Sörla í lið með sér. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt að nota eigi reiðhesta á ný í þjónustu Póstsins en til stendur að bæta hjólhestum í flotann, nánar tiltekið rafhlaupahjólum fyrir bréfbera.

„Til að byrja með höfum við fest kaup á nokkrum rafhlaupahjólum sem verða notuð þegar fer að vora. Þegar hefur verið sent hjól á Siglufjörð en þar kviknaði einmitt hugmyndin. Nú berst minni bréfpóstur svo fara þarf langt á milli staða og þá getur verið gott að hafa svona farartæki. Ekki skemmir fyrir hversu umhverfisvæn rafhlaupahjólin eru,“ segir Vilborg Ásta, markaðsstjóri Póstsins.

„Umhverfis- og loftlagsmál eru okkur alltaf ofarlega í huga. Eitt stærsta verkefni Póstsins í loftslagsmálum eru orkuskipti bílaflotans. Í fyrra settum við saman vegvísi um orkuskipti og endurnýjun flotans, þ.e. hvernig og hvenær farartæki Póstsins af öllum og stærðum og gerðum munu ganga fyrir endurnýjanlegum, innlendum orkugjöfum. Lokatakmarkið er að orkuskiptum verið lokið fyrir árið 2030,“ segir Vilborg.

Hún vill að lokum þakka Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Atla Má Ingólfssyni, formanni Sörla, fyrir að taka þátt í sprellinu 1. apríl. „Þetta var góðlátlegt grín sem fólk hafði vonandi gaman af.“

Ábendingagátt