Áramótabrenna í Hafnarfirði

Fréttir

Áramótabrennan verður sem fyrr haldin á íþróttasvæði Hauka á Völlunum kl 20:00. Nánar tiltekið í hrauni fyrir framan íþróttamiðstöð en það eru Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni. 

Áramótabrennan verður sem fyrr haldin á íþróttasvæði Hauka á Völlunum kl 20:00. Nánar tiltekið í hrauni fyrir framan íþróttamiðstöð en það eru Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni. 

Gestum og gangandi er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri, skilja flugeldana eftir heima og njóta til fulls samveru með vinum, ættingjum og öðrum hressum íbúum og gestum Hafnarfjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd, forvarnafulltrúi, foreldraráð og foreldrafélög í Hafnarfirði ásamt lögreglu hvetja foreldra barna og unglinga í Hafnarfirði að gera gamlárskvöld að fjölskylduvænu og skemmtilegu kvöldi.

Að venju má búast við nokkurri umferð á Völlunum á gamlárskvöld og því mælt með að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennu og flugelda. Einnig eru íbúar á Völlunum og í nærliggjandi hverfum hvattir til að fara þessa leið fótgangandi ef möguleiki er á því.

Ábendingagátt