Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst

Fréttir

Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins rétt fyrir jól var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 

Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins rétt fyrir jól var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 

Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að núverandi fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða miðast við 50 manns og mikið um smit í samfélaginu. Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og vilja sveitarfélögin sýna ábyrgð í verki og aflýsa því áramótabrennum í ár. Það er ljóst að áramót verða aftur öðruvísi í ár vegna COVID-19. Við erum öll almannavarnir, höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað.

Ábendingagátt