Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Mig langar með nokkrum vel völdum orðum að fara yfir árið sem senn rennur sitt skeið auk þess að tala aðeins um þá tilfinningu sem ég hef fyrir nýju ári, ári sem ég er fullviss um að einkennast muni af krefjandi og árangursríkum verkefnum og öflugu samstarfi einstaklinga og fyrirtækja innan sveitarfélagins.
Árið 2015 einkenndist af tölum, greiningum og rekstrarlegum úttektum sem nú í lok árs eru að skila sér í mikilvægri yfirsýn og skilningi á stöðu sveitarfélagsins og í raunhæfri og skýrri fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Áætlun sem skilar okkur rúmlega 360 milljóna króna rekstrarafgangi. Áætlun sem ég hef fulla trú á að við, ég og mínir meðstjórnendur og starfsmenn, getum náð að framfylgja og þar með bætt rekstrarstöðu sveitarfélagsins til muna. Aukið veltufé er forsenda þess að hægt verði að lækka skuldir sveitarfélagsins og lækkun skulda forsenda þess að hægt verði að framkvæma meira, byggja upp og bæta veitta þjónustu. Ég kýs að líta á Hafnarfjörð sem fyrirtæki, stórt þjónustufyrirtæki þar sem ég sem stjórnandi vil tryggja árangursríka og góðan rekstrarhætti og leggja áherslu á góða fyrirtækjamenningu og þar með góðan starfsanda sem aftur skilar sér margfalt í þeirri þjónustu sem veitt er til viðskiptavina. Í þessu tilfelli til bæjarbúa og fyrirtækja sem starfandi eru innan bæjarmarkanna auk gesta og gangandi sem sækja bæinn okkar heim í auknu mæli. Við höfum þegar tekið nokkur skref í rétta átt. Búið er að greiða upp erlendar skuldir bæjarins að stærstum hluta auk þess sem stórir þjónustuþættir hafa verið boðnir út og kemur útboð til með að skila umtalsverðum ábata á nýju rekstrarári. Hér nefni ég bara örfá dæmi.
Ég hef fulla trú á því að við, öll sem eitt, viljum sjá Hafnarfjarðarbæ vaxa og dafna sem aldrei fyrr og verða öðrum sveitarfélögum góð fyrirmynd á ýmsum sviðum. Þetta tekst með samhentu átaki okkar allra, jákvæðni og því að horfa á nærumhverfið með ný tækifæri og möguleika í huga. Ég sjálfur lofa virkri hlustun og aðstoð við þau verkefni sem tala í takt við háleit markmið og stefnu sveitarfélagsins um enn betri þjónustu og enn betri bæ til að búa í. Einstaklingsframtakið verður seint metið til fjár og langar mig að nota tækifærið og hrósa öllu því frábæra fólki sem hefur með sjálfboðavinnu sinni og framkvæmdagleði hrint í framkvæmd ótrúlegustu verkefnum sem eru bæjarfélaginu til mikils sóma. Samhliða vil ég þakka öllu því frábæra fólk sem vinnur hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir þeirra faglegu störf í þágu bæjarins og framlag til þeirrar umbótavinnu sem þegar hefur átt sér stað og kemur til með að eiga sér áfram stað á nýju ári. Ég horfi með mikilli bjartsýni fram á veginn og mun sigla af eftirvæntingu inn í nýtt ár tilbúinn að takast á við gamlar og nýjar áskoranir og verkefni. Megi nýtt ár færa mér og góðum samstarfsfélögum mínum fleiri samtöl við áhugasama bæjarbúa sem búa yfir nýjum hugmyndum og sjá tækifæri og möguleika í sínu nærumhverfi, heimsóknir til sem flestra fyrirtækja hér í Hafnarfirði með kynningu á starfsemi þeirra og framtíðaráformum, áhugaverð og skemmtileg verkefni og umfram allt glaðbeitta bæjarbúa sem er umhugað um nærumhverfi sitt og nágranna.
Að þessu sögðu þakka ég fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa okkur öllum hamingju og góða heilsu. Saman gerum við Hafnarfjörð að besta bænum!
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…