Árdís Ármannsdóttir nýr sviðsstjóri þjónustu- og þróunar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Árdísi Ármannsdóttur í stöðu sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs. Árdís hefur verið samskiptastjóri bæjarins frá árinu 2015 og staðgengill sviðstjóra. Auk víðtækrar starfsreynslu hefur hún meistaragráðu í stjórnun, stefnumótum og leiðtogafræðum.
Nýr sviðstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ
Valnefnd um ráðningu sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs lagði til á fundi bæjarstjórnar í dag að Árdís Ármannsdóttir yrði ráðin í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs. Árdís hefur starfað sem samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2015 auk þess að vera staðgengill sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs frá stofnun sviðsins árið 2019.
Árdís er með M.Sc. í stjórnun, stefnumótun og leiðtogafræðum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum og B.Sc. í alþjóða markaðsfræði. Hún býr yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttu sviði, allt frá því að sinna beinu þjónustuhlutverki, markaðsstjórnun, upplýsingamiðlun, viðburðastjórnun, verkefnastýringu og rekstri í það að framkvæmdastýra sprotafyrirtæki.

Árdís Ármannsdóttir er nýr sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ.
Hún gegndi starfi sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs um hálfs árs skeið í fjarveru sviðsstjóra á árinu 2024. Áður en Árdís hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ starfaði hún meðal annars fyrir Vestmannaeyjabæ og Háskólann í Reykjavík, sprotafyrirtækið Skema, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landsbankann og Flugfélag Íslands. Árdís hefur um árabil setið í stjórn landsnefndar UNESCO á Íslandi.
Alls sóttu 47 um starf sviðsstjóra en 22 drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir birtingu nafnalista. Bæjarstjórn skipaði þriggja manna hæfnisnefnd vegna ráðningarinnar og var tillaga hennar um ráðningu Árdísar samþykkt einróma af bæjarstjórn. Fylgt var ráðgjöf Intellecta við ráðninguna.
Við óskum Árdísi velfarnaðar í starfi.