Árdís ráðin samskiptastjóri

Fréttir

Árdís er með meistarapróf í stefnumótun, stjórnun og leiðtogafræðum frá Viðskiptaskólanum í Árósum, grunnpróf í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera með alþjóðlegt IATA/UFTA próf frá Ferðamálaskóla Íslands. 

Árdís er með meistarapróf í stefnumótun, stjórnun og leiðtogafræðum frá Viðskiptaskólanum í Árósum, grunnpróf í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera með alþjóðlegt IATA/UFTA próf frá Ferðamálaskóla Íslands. 

Árdís býr að góðri reynslu á fjölbreyttu sviði og hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri í stækkandi sprotafyrirtæki, markaðs- og kynningarstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem styður við framgang rannsókna, vísinda og viðskiptahugmynda, sérfræðingur innan bankageirans á sviði þjónustustjórnunar auk þess að sinna lengi vel þjónustu-  og  sölustörfum  innan  ferðamálageirans. Síðustu mánuði hefur Árdís sinnt starfi framkvæmdastjóra stýrihóps um haftengda nýsköpun í Vestmannaeyjum, verkefni sem sneri að stofnun og rekstri nýrrar námsbrautar í haftengdri nýsköpun á vegum Háskólans í Reykjavík í samstarfi við m.a. Háskólann á Akureyri og atvinnulífið í Vestmannaeyjum. 

Árdís er fædd og uppalin á Myrkárbakka í Hörgárdal en hefur frá árinu 1998 búið í Reykjavík og nú hin síðari ár í Hafnarfirði. Árdís er í sambúð með Agnari Angantýssyni og eiga þau þrjú börn á aldrinum 9-16 ára, þau Ásdísi Laufeyju, Evu Huld og Arnþór Mána.  

Ábendingagátt