Árið er 1952 – hátíðarhöld til heiðurs 70 ára Hafnfirðingum

Fréttir

Sú hefð hefur skapast síðustu ár að bæjarstjóri Hafnarfjarðar býður til veislu í Hásölum til heiðurs þeim Hafnfirðingum sem sjötugir hafa orðið og verða á árinu. Í ár var veislan haldin fimmtudaginn 3. nóvember og til veislunnar mættu rétt um 100 prúðbúnir og hressir Hafnfirðingar fæddir árið 1952. Hin síðustu ár hefur þjónusta bæjarins þróast markvisst í átt að aukinni fyrirbyggjandi og fjölbreyttri  heilsueflandi þjónustu sem miðar að því að stuðla að vellíðan og heilsueflingu eldri borgara í Hafnarfirði.

Skemmtileg hefð til heiðurs 70 ára Hafnfirðingum

Sú hefð hefur skapast síðustu ár að bæjarstjóri Hafnarfjarðar býður til veislu í Hásölum til heiðurs þeim Hafnfirðingum sem sjötugir hafa orðið og verða á árinu. Í ár var veislan haldin fimmtudaginn 3. nóvember og til veislunnar mættu rétt um 100 prúðbúnir og hressir Hafnfirðingar fæddir árið 1952. Stórafmælis-veislurnar eru orðnar átta talsins frá því að ákvörðun um sameiginlega veislu til handa öllum sjötugum var tekin.

Um 100 prúðbúnir og hressir Hafnfirðingar mættu til veislu

Um 100 prúðbúnir og hressir Hafnfirðingar mættu til veislu

Fjölbreytt og fyrirbyggjandi heilsueflandi þjónusta

Hin síðustu ár hefur þjónusta bæjarins þróast markvisst í átt að aukinni fyrirbyggjandi og fjölbreyttri  heilsueflandi þjónustu sem miðar að því að stuðla að vellíðan og heilsueflingu eldri borgara í Hafnarfirði þannig að þeir geti tekið virkan þátt í samfélaginu og búið í sjálfstæðri búsetu sem lengst. Í veislunni var fjölbreytt þjónusta bæjarins kynnt fyrir afmælisbörnunum auk þess sem hópurinn fékk kynningu á hressandi og skemmtilegu félagsstarfi hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði. Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórar, bæjarfulltrúar og  starfsfólk bæjarins fagnaði áfanganum með hópnum sem mörg hver eru æskuvinir, uppeldisfélagar og/eða félagar úr fjölbreyttu félagsstarfi innan bæjarmarkanna. Hópurinn hlýddi á hljómfagra tóna undir stjórn Tónlistarskóla Hafnarfjarðar auk þess að fá kynningu á QiGong og hlýða á brot af því sem gerðist á fæðingarárinu 1952.

Hópurinn hlýddi á hljómfagra tóna undir stjórn Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Hópurinn hlýddi á hljómfagra tóna undir stjórn Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Þetta gerðist í Hafnarfirði, á Íslandi og víðar árið 1952

  • Landhelgin færð út í 4 sjómílur en mikill ágangur hafði verið í veiði við Íslandsstrendur. Ásóknin var svo mikil að ýsuaflinn dóst saman um 32% og skarkolaaflinn um 47%
  • Afspyrnuveður var þann 5. janúar 1952 og hvarf Hafnarfjarðartogarinn Faxi frá legunni. Fleiri bátar slitnuðu upp en hægt var að draga þá aftur að landi
  • Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins lést. Hann sat í embætti frá 1944 – 1952 og Ásgeir Ásgeirsson tók við embætti forseta og sat til 1968
  • Steingrímur Steinþórsson var forsætisráðherra
  • Reglugerð um áfengissölu til lækninga hvað á um að áfengisbækur væru í lyfjabúðum og vandlega skráð öll meðferð áfengis. Lyfsölum bar að senda áfengisbækurnar í lok hvers árs til eftirlitsmanna til athugunar og varðveislu
  • Gerpla eftir Halldór Laxness kom út þetta ár
  • Nýársmynd í Bæjarbíó var Dansmærin. Bráðskemmtileg, skrautleg og fjörug söngva- og dansmynd í eðlilegum litum
  • Allmikill mosaeldur kom upp í Heiðmörk og hefði hann getað valdið óbætanlegum skemmdum á ungum trjáplöntum og öðrum gróði en með snarræði var hann slökktur og komist varð hjá tjóni
  • Verðlag: Þorskur slægður með haus var á kr. 1.05 kílóið. Ýsa slægð með haus var á kr. 1.15
  • 919 meðlimir í NFLÍ búsettir í Hafnarfirði
  • Samtals 65 verslanir voru í Hafnarfirði þetta árið: 1 heild- og umboðsverslun, 14 matvöru- og nýlenduvöruverslanir, 11 vefnaðarvöruverslanir, 1 skóverslun, 3 bóka- og ritfangaverslanir, 4 járn- og byggingavöruverslanir, 2 raftækja- og bifreiðavöruverslanir, 4 fiskverslanir, 8 brauð- og mjólkurbúðir, 10 sérverslanir, 7 verslanir með alls konar vörur og ótilgreint
  • 2990 kjósendur á kjörskrá, 2699 atkvæði greidd í forsetakosningu árið 1952
  • Sundhöll Hafnarfjarðar fokheld 1952
  • Úr lesbók Morgunblaðsins: Hafnarfjörður er sjálfstæð borg, þótt þar sé ekki jafn margir íbúar og í sumum úthverfum Reykjavíkur
  • Rafmagnstakmörkun algeng og tilkynnt í blöðum
  • Ódýr blómasala í Hellisgerði alka daga
  • Elisabet II varð drottning Bretlands, þá 27 ára gömul
  • Söngleikurinn „Singing in the rain“ var frumsýndur í Bandaríkjunum. Gene Kelly leikur aðalhlutverkið.
  • Vinsæl lög frá 1952 eru: – You Belong to Me – Jo Stafford, Here in My Heart – Al Martino, Heart and Soul – The Four Aces, A Guy is a Guy – Doris Day, Delicado – Percy Faith,
  • Móðir Teresa opnar sjúkraskýli í Calcutta
  • Ann Davisson siglir ein yfir Atlantshafið
  • Fyrsta farþegaflug yfir Norðurpólinn er frá Los Angeles til Kaupmannahafnar
  • Ungfrú Alheimur er haldin í fyrsta sinn og fröken Finnland vinnur. Engin keppni var haldin á Íslandi 1952
  • Bandarískir vísindamenn leggja fram kenningu um Stóra Skell 1. Apríl 1952
Ábendingagátt