Arkarinn Eva er komin HEIM í Hafnarfjörðinn

Fréttir

Arkarinn Eva er komin heim í Hafnarfjörðinn eftir 50 daga styrktargöngu hringinn í kringum landið. Eva Bryndís er bæði fyrsta konan og yngst allra til að ganga hringinn í kringum landið. 

Arkarinn Eva  kom heim í Hafnarfjörðinn í gær en arkarinn Eva er 16 ára hafnfirsk mær sem varið hefur 43 dögum í það stóra verkefni að ganga hringinn í kringum landið til styrktar Barnaspítala Hringsins. Hún lagði af stað frá Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 16. júní og varð í gær bæði fyrsta konan og yngst allra til að ganga hringinn.  

Bróðir Evu Bryndísar, Brynjar Óli, er langveikur með hjartagalla og vildi Eva Bryndís með þessu stóra verkefni sínu þakka Barnaspítala Hringsins fyrir að vera alltaf til staðar fyrir bróður sinn og fjölskylduna alla. Móðir Evu Bryndísar fylgdi henni eftir á hringferðinni og sá til þess að hún hvíldist og nærðist vel. Fjöldi áhugasamra tók þátt í göngunni með henni víða um landið og stór hópur fylgdi Eva Bryndísi í „mark“ í Hafnarfirði í gær þar sem hún mætti um tveimur klukkustundum á undan áætlun. Hringurinn er um 1.500 kílómetrar og reiknaði hún með að ganga um 35 kílómetra á dag í 50 daga. Hún kláraði hringinn á 43 dögum.   

Hægt er fræðast um Evu arkara og finna upplýsingar um hringferð hennar í máli og myndum bæði á Instagram og Facebook.  Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta enn lagt inn á eftirfarandi reikning:

Bankareikningur: 0545-14-001153
Kennitala: 2908022290

Ljósmynd er tekin af Facebooksíðunni – Arkarinn Eva.
Myndin var tekin við Esjuna þegar Eva Bryndís lagði arkandi af stað út í síðasta daginn. Dag 43 🙂

Ábendingagátt