Árlega Vegan hátíðin á Thorsplani

Fréttir

Það var sannkölluð matar- og tónlistarveisla fyrir alla fjölskylduna á hinni árlegu Vegan festival á Thorsplani í gær. Þar sem hátíðargestir gæddu sér á ýmiskonar vegan kræsingum, skoðuðu fjölbreyttan varning og listmuni og nutu ljúfra tóna frá Klöru Elías, Ragnheiði Gröndal og fleiru frábæru tónlistarfólki hér í Hafnarfirði.

Matar- og tónlistarveisla

Það var margt um manninn í gær í blíðunni á hinni árlegu Vegan festival á Thorsplani, á vegum Samtaka grænkera á Íslandi. Þar var sannkölluð matar- og tónlistarveisla fyrir alla fjölskylduna. Hátíðargestir gæddu sér á ýmiskonar vegan kræsingum, skoðuðu fjölbreyttan varning og listmuni og nutu ljúfra tóna frá Klöru Elías, Ragnheiði Gröndal og fleiru frábæru tónlistarfólki hér í Hafnarfirði.

Standa vörð um velferð og réttindi dýra

Tilgangur samtakanna er að standa vörð um velferð og réttindi dýra sem og hagsmuni grænkera. Samtök grænkera sáu um sölubás á hátíðinni í gær, þar sem var meðal annars hægt að kaupa boli til að mála á sjálfur og styrkja starfið í leiðinni.

Helstu verkefni samtaka grænkera á Íslandi

  • Standa fyrir virkri fræðslu og upplýsingagjöf.
  • Standa fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir fólk, meðal annars Veganúar og Vegan festivali.
  • Stunda virka hagsmunagæslu, og veita stjórnvöldum, stofnunum og fyrirtækjum aðhald.
  • Styðja við aukna nýsköpun og framboð á grænkerafæði og veita viðurkenningu fyrir það sem vel er gert.

Öllum er velkomið að skrá sig í samtökin sem vilja styðja við starfið.

Við þökkum fyrir góða hátíð og sjáumst aftur að liðnu ári!

Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá hátíðinni í ár

 

Ábendingagátt