Árlegt jólarölt FKA tekið í Hafnarfirði

Fréttir

Hið árlega jólarölt FKA 2021 var tekið í jólabænum Hafnarfirði í lok síðustu viku. Jólaröltið hófst með jólaglöggi á bókakaffihúsinu á Norðurbakkanum og í framhaldinu nýttu FKA konur tímann vel og önduðu að sér jólaandanum í jólabænum sem skartar sínu fínasta þessa dagana. Félagskonur vörðu tíma saman, kíktu á félagskonur í Hafnarfirði, versluðu, nutu samveru, veitinga og fengu fræðslu og frábærar móttökur í verslunum með hressingu og tilboðum. Það þótti tilvalið að enda jólaröltið í Hellisgerði þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hópnum með örfáum orðum og laufléttum veitingum. 

Hið árlega jólarölt Félags kvenna í atvinnulífinu – FKA 2021 var tekið í jólabænum Hafnarfirði í lok síðustu viku. Jólaröltið hófst með jólaglöggi á bókakaffihúsinu á Norðurbakkanum og í framhaldinu nýttu FKA konur tímann vel og önduðu að sér jólaandanum í jólabænum sem skartar sínu fínasta þessa dagana. Félagskonur vörðu tíma saman, kíktu á félagskonur í Hafnarfirði, versluðu, nutu samveru, veitinga og fengu fræðslu og frábærar móttökur í verslunum með hressingu og tilboðum. Það þótti tilvalið að enda jólaröltið í ljósadýrðinni í Hellisgerði þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hópnum við nýjum gróðurhúsin með örfáum orðum og laufléttum veitingum. 

IMG_9887Árlegt jólarölt FKA 2021 var tekið í Hafnarfirði 

Skemmtileg og söguleg tenging Jólaþorpsins og FKA

Það má í raun segja að hugmyndin að Jólaþorpinu í Hafnarfirði hafi vaknað á námskeiðinu „Auður í krafti kvenna”. Anna Sigurborg Ólafsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnarfjarðarbæ á sínum tíma, sat námskeiðið og fékk viðskiptahugmynd hennar um Jólaþorp í Hafnarfirði vængi árið 2003. Anna Sigurborg er því upphaflegi hugmyndasmiðurinn á bak við Jólaþorpið sem hefur eflst og dafnað síðan og er í dag orðið ómissandi hluti af aðventunni hjá ansi mörgum. Andri Ómarsson, verkefnastjóri menningar- og markaðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ, tók á móti hópnum á Thorsplani og sagði þeim söguna af Jólaþorpinu í Hafnarfirði  sem í dag teygir anga sína ansi víða og hefur orðið uppspretta ævintýralandsins í Hellisgerði og mun skautasvell bætast við jólabæinn á næstu dögum.

Hafnarfjarðarbær þakkar FKA konum innilega fyrir komuna í jólabæinn. 

Sjá frétt um heimsóknina á vef FKA 

Ábendingagátt