Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Arngunnur Ýr hefur skapað sér gæfuríkan feril til áratuga. Verk hennar hafa vakið athygli og hún haldið einka- og samsýningar hér heima, í Bandaríkjunum og meginlandi Evrópu.
Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Arngunnur Ýr hefur skapað sér gæfuríkan feril til áratuga. Verk hennar hafa vakið athygli og hún haldið einka- og samsýningar hér heima, í Bandaríkjunum og meginlandi Evrópu. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins.
„Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ segir Arngunnur Ýr um nafnbótina.
„Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ segir hún.
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, óskar Arngunni Ýr til hamingju. Hafnfirðingar séu stoltir af árangri hennar en myndlistarkonan hefur valið sér samastað í Hafnarfirði í nærri aldarfjórðung á milli þess sem hún ferðast á milli heimila sinna hér og í Kaliforníu. Hún byggir einnig hús á Havaí. Einmitt það landnám fjölskyldunnar var efniviðurinn í einkasýningu hennar í Hafnarborg nú í vetur.
„Ég þakka Arngunni Ýr fyrir framlag hennar til menningarlífsins í Hafnarfirði fyrir hönd Hafnfirðinga. Við vonum öll að nafnbótin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 verði henni hvatning til áframhaldandi árangurs við listsköpun sína,“ segir Valdimar.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri og Arngunnur Ýr við athöfnina í Hafnarborg í dag.
Arngunnur Ýr segir að Ísland hafi togað í hana alla tíð, þótt hún hafi búið víða. Meðal annars í Nova Scotia sem unglingur en kom ein heim með skipinu Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ segir hún. Hún hafi fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði. Þar er hún einnig með vinnustofu.
„Ég elska svæðið og stemninguna í Hafnfirðinum,“ segir hún. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ segir hún og brosir.
Arngunnur Ýr hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Hún útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Allt frá 10. áratugnum hefur landslag átt hug hennar.
„Ég er alltaf að nota náttúruna á einhvern hátt. Ekki bara til að mála einhverja fallega mynd heldur býr alltaf eitthvað meira og dýpra að baki. Þetta snýst um að það er undirliggjandi saga og það þarf að grafa dýpra og skoða verkin,“ lýsir hún rétt eins og sást í sýningu hennar Kahalii.
Við óskum Arngunni Ýri innilega til hamingju með titilinn með hjartans þökkum fyrir eftirtektarvert framlag í þágu menningarlífsins í Hafnarfirði!
2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona
2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður
2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari
2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður
2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari
2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri
2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður
2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður
Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016
2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður
Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013
2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona
2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari
2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður
2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona
2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Við val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar kallar menningar- og ferðamálanefnd eftir tilnefningum bæjarbúa. Árlega berst mikill fjöldi þeirra enda hefur Hafnarförður stimplað sig inn sem vagga menningar og lista.
Hafnarfjarðarbær er þekktur fyrir iðandi menningarlíf sem er drifið áfram af kraftmiklu listafólki þar sem einstaklingurinn sjálfur, framlag hans, sköpun og þátttaka spilar stærsta hlutverkið. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni.
MYNDATEXTI: Myndir hér fyrir neðan af vinnustofu Arngunnar degi fyrir afhendinguna.
624 sykurpúðar voru grillaðir í boði Bókasafnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu í aðdraganda jóla. Björn Pétursson bæjarminjavörður fer yfir hápunkta…
Umfangsmikil vinna hefur átt sér stað í Hafnarfirði sem tengist farsæld barna og samþættingu þjónustu.
Bæjarstjóri skoðaði nýja fjölbýlishúsið að Suðurgötu 44 og segir það fallegt dæmi um þéttingu sem eykur gæði hverfisins og virðir…
Útnefning bæjarlistamans Hafnarfjarðar fyrir árið 2026. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til…
Aðsókn á viðburði á Bókasafninu jókst um 81% milli ára. Hátíðin Heimar og himingeimar sprakk út og sóttu 10 þúsund hana.…
Hafnarfjarðarbær hefur fengið 8.185.000 króna styrk frá barna- og menntamálaráðuneytinu til að efla íslenskukunnáttu, sjálfstraust og þátttöku starfsfólks hafnfirskra leikskóla í samfélaginu.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108…
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag til kaupa á 16 íbúðum til úthlutunar fyrir öryrkja. Íbúar í Hafnarfirði…
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli ára. Fjölbreytt ár framundan í breyttum miðbæ Hafnarfjarðarbæjar.
Viltu spjalla við verkefnastjóra fjölmenningar hjá Hafnarfjarðarbæ? Koma hugmyndum þínum á framfæri, fá ráð eða ræða málin? Opnir viðtalstímar í…