Ársreikningur 2020 samþykktur í bæjarstjórn

Fréttir

Góður árangur náðist við að verja grunnrekstur bæjarsjóðs á síðasta ári, þrátt fyrir neikvæð áhrif vegna Covid-19 faraldursins. Við bætist sala á liðlega 15% hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum hf. og lóðasölur sem höfðu veruleg jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Skuldaviðmið Hafnarfjarðar hélt áfram að lækka á milli ára og var 101% í árslok 2020.

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar samþykktur í bæjarstjórn

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020 var samþykktur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni. Helstu
niðurstöður eru þær að rekstrarafkoma fyrir A og B hluta Hafnarfjarðar var jákvæð
um 2,3 milljarða króna. Fyrir A hluta var afkoman jákvæð um 1,6 milljarða króna.
Góður árangur náðist við að verja grunnrekstur bæjarsjóðs á síðasta ári, þrátt
fyrir neikvæð áhrif vegna Covid-19 faraldursins. Við bætist sala á liðlega 15%
hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum hf. og lóðasölur sem höfðu veruleg jákvæð áhrif
á rekstrarniðurstöðu ársins. Skuldaviðmið Hafnarfjarðar hélt áfram að lækka á
milli ára og var 101% í árslok 2020.

Allar lóðir seldar í Hamranesi og Skarðshlíð

Á fundi bæjarstjórnar var jafnframt staðfest úthlutun á
síðustu lóðunum í Hamranesi, nýbyggingarsvæði sunnan Skarðshlíðarhverfis og
Vallahverfis. Þar munu rísa hátt í 1.800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum.
Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega 4.000. Samanlagt er áætlað að íbúafjöldi nýrra
hverfa í Skarðshlíð og Hamranesi verði um 5.300 í um 2.300 íbúðum. Í
Vallahverfi, sem stendur næst þessum hverfum, búa rétt rúmlega 5.700 íbúar og er
því gert ráð fyrir að heildarfjöldi á þessu svæði sunnan Reykjanesbrautar yst í
Hafnarfirði nærri tvöfaldist á næstu árum.

„Hafnarfjarðarbær hefur mætt neikvæðum áhrifum Covid-19
faraldursins með því að styrkja efnahagslegar undirstöður sveitarfélagsins. Á
undanförnum árum hefur skuldaviðmið bæjarsjóðs farið stöðugt lækkandi og með
sölu á 15% hlut bæjarins í HS Veitum er svo komið að það hefur ekki verið lægra
í áratugi. Við höfum getað haldið uppi öflugri þjónustu við íbúa og markvissri
uppbyggingu innviða. Við stefnum ótrauð á frekari fjárfestingar í bænum á
komandi árum,“
segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ársreikningurinn er aðgengilegur á vef bæjarins 

Tilkynning á vef bæjarins þegar ársreikningur var lagður fram í bæjarráði 8. apríl sl. 
Stoðir styrktar og vörn snúið í sókn | Fréttir | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt