Ársreikningur 2022 samþykktur í bæjarstjórn

Fréttir

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 var samþykktur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 31. maí. Helstu niðurstöður eru þær að rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 890 milljónum króna á árinu 2022 sem er í samræmi við áætlun. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og nam 85% í árslok 2022.

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 var samþykktur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 31. maí. Helstu niðurstöður eru þær að rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 890 milljónum króna á árinu 2022 sem er í samræmi við áætlun. Afgangur af rekstri A hluta nam 250 milljónum króna og er það 122 milljónum króna yfir áætlun. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 1.767 milljónum króna sem svarar til 4,1% af heildartekjum. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og nam 85% í árslok 2022.

Skuldaviðmið lækkar úr 101% í 85% á árinu

Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar lækkaði á árinu úr 101% niður í 85% og er það því langt undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.  Rekstrartekjur námu 42,6 milljörðum króna á árinu 2022 og rekstrargjöld voru 37,3 milljarðar króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 5,3 milljarða króna. Seldar voru lóðir fyrir 7,4 milljarða króna. Íbúar Hafnarfjarðar voru 30.508 hinn 1. desember 2022 samanborið við 29.742 árið áður sem er íbúafjölgun um 766 eða 2,6%.

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2022

Tilkynning á vef bæjarins þegar ársreikningur var lagður fram í bæjarráði 4. maí sl. Góður afgangur af rekstri og skuldaviðmið lækkar | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Ábendingagátt