Ásbraut lokuð 8. apríl og umferð beint um hjáleiðir
Ásbraut verður lokuð á þremur ólíkum stöðum yfir morgundaginn, þriðjudaginn 8. apríl, vegna jarðborana. Umferð verður beint um hjáleiðir.
Ásbraut lokuð og umferð beint um hjáleiðir
Loka þarf umferð um Ásbraut á morgun þriðjudaginn 8. apríl á þremur stöðum yfir daginn. Fyrst milli klukkan 8-11 frá Kirkjutorgi að Vallartorgi, akgrein til vesturs. Svo milli 11-14 milli Vallartorgs og Kirkjutorgs, akgrein til austurs. Þá milli kl. 14-18 Hrauntorg til Vallartorgs, akgrein til norðurs. Umferð verður beint um hjáleiðir. Gatan er lokuð vegna jarðborana fyrir fráveitu. Boraðar verða holur í hraunhelluna.
- 8. apríl kl:08:00 – 11:00 Ásbraut: Kirkjutorg – Vallatorg, akrein til vesturs
- 8. apríl kl:11:00 – 14:00 Ásbraut: Vallatorg – Kirkjutorg, akrein til austurs
- 8. apríl kl:14:00 – 18:00 Ásbraut: Hraunatorg – Vallatorg, akrein til norðurs
Við þökkum tillitsemi við starfsfólk sem vinnur verkið og hugsum til ykkar sem þurfið að leggja lykkju á leið ykkar á meðan á verkinu stendur.