Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og hefur Hafnarfjarðarbær nú opnað fyrir umsóknir um lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar. Umsóknir um 65 einbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir.
Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og hefur Hafnarfjarðarbær nú opnað fyrir umsóknir um lóðir í fyrsta áfanga uppbyggingar. Umsóknir um 65 einbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir. Ásland 4 er íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi. Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.
Sækja um lóð
Ásland 4 – hverfið í heild
Við skipulag og hönnun á hverfi var rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Byggðin mun samanstanda af lágreistum sérbýlisíbúðum; einbýlum, par- og raðhúsum auk lítilla fjölbýlishúsa með sérinngöngum og óverulegri sameign. Áhersla er lögð á að hverfið tengist innbyrðis með grænum svæðum eða trjábeltum. Í þessum beltum verða göngustígar og fjöldi af gróðursettum trjám sem mynda skjól og náttúrutengsl. Stutt er í útivistarsvæðin við Hvaleyrarvatn auk skógræktar og fjölbreyttrar náttúru víðsvegar í upplandi bæjarins. Eitt af aðalmarkmiðum skipulags svæðisins er að nýta vel einstakt útsýni til suðurs í átt að Helgafelli og Lönguhlíðum.
Í þessum fyrsta áfanga eru lausar til úthlutunar 65 lóðir fyrir einbýli og 12 raðhúsalóðir með 3-5 íbúðum. 25 einbýlanna eru á einni hæð og 40 þeirra tveimur hæðum. Fullbyggt mun hverfið hýsa um 550 íbúðir og er áætlaður íbúafjöldi um 1.400.
Ásland 4 – úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar
Einstaklingar hafa forgang í úthlutun einbýlishúsalóða og einungis lögaðilar geta sótt um raðhúsalóðirnar. Umsækjendur um einbýlishúsalóðir í Áslandi 4 sækja ekki um tilteknar lóðir heldur skila inn almennri umsókn um einbýlishúsalóð. Umsækjendum með gildar umsóknir verður raðað í númeraröð samkvæmt útdrætti fulltrúa Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og verður þeim í þeirri röð gefinn kostur á vali á lóð á valfundi, sbr. 5 gr. almennra reglna Hafnarfjarðarbæjar um úthlutun lóða og sölu byggingaréttar. Lögaðilar geta sótt um ákveðnar raðhúsalóðir og verður dregið úr umsóknum um hverja lóð.
Upplýsingar um stærð lóða, byggingarmagn og verð er að finna á Kortavef bæjarins Allar nánari upplýsingar er að finna hér
Lóðarverð endurspeglar hámarks byggingarmagn á lóð. Verð fyrir einbýlishúsalóðir er frá um 21–37 milljónum króna. Verð fyrir raðhúsalóðir er frá um 58–95 milljónum króna.
Sótt er um rafrænt á Mínum síðum Sótt er um rafrænt og mikilvægt að skila samhliða inn öllum viðeigandi fylgiskjölum til að tryggja að umsókn sé gild.
Umsóknarfrestur er til kl. 11 föstudaginn 11. nóvember
Umsóknarfrestur í fyrstu úthlutun 1. áfanga Áslands 4 er til kl. 11 föstudaginn 11. nóvember. Hraði úrvinnslu umsókna ræðst á fjölda umsókna og verða upplýsingar um það veittar síðar.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…