Áslandsskóli sigrar Fjármálaleika Fjármálavits 2021

Fréttir

10. bekkur Áslandsskóla bar sigur úr býtum í Fjármálaleikum Fjármálavits þetta árið og hlaut að launum 150.000.- krónur í verðlaunafé auk farandbikars. Af því tilefni sótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra nemendur heim, hélt smá tölu og afhenti bekknum verðlaunin.

10. bekkur Áslandsskóla bar sigur úr býtum í Fjármálaleikum Fjármálavits þetta árið og hlaut að launum 150.000.- krónur í verðlaunafé auk farandbikars. Af því tilefni sótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra nemendur heim, hélt smá tölu og afhenti bekknum verðlaunin.

FjarmalaleikarnirMars2021

Nemendur ákváðu að gefa helming þessarar upphæðar til góðgerðarmála og eftir kosningu var ákveðið að styrkja Alzheimer samtökin á Íslandi um 75.000 krónur. Sannarlega flottir fulltrúar skólasamfélagsins í Hafnarfirði. 

Hér eru nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni á vef Áslandsskóla

Hafnarfjarðarbær óskar nemendum og kennurum þeirra innilega til hamingju með árangurinn! 

Ábendingagátt