Áslandsskóli veit svarið

Fréttir

Veistu svarið, er spurningakeppni grunnskólanna í Hafnarfirði og er keppnin með útsláttarfyrirkomulagi.

S.l. mánudag fór fram úrslitakeppni „Veistu svarið“ í bæjarbíó. Veistu svarið, er spurningakeppni grunnskólanna í Hafnarfirði og er keppnin með útsláttarfyrirkomulagi. Skólarnir sem tóku þátt voru: Nú framsýn menntun, Lækjaskóli, Víðistaðaskóli, Hraunvallaskóli, Setbergsskóli, Hvaleyraskóli, Áslandsskóli og Öldutúnsskóli.

Í 4.liða úrslitum kepptu Hraunvallaskóli – Setbergsskóli og Hvaleyraskóli – Áslandsskóli og í úrslitum á mánudaginn kepptu Setbergsskóli og Áslandsskóli í æsispennandi viðureign.

Keppt var í hraðaspurningum í 90 sekúndur, vísbendingaspurningum, bjölluspurningum, hljóðdæmi og þríþraut.

Skemmst er frá því að segja að lið Áslandsskóla sigraði með 28 stig á móti 23 stigum Setbergsskóla og er því sigurvegari Veistu svarið árið 2022. 

IMG_2151

Hafnarfjarðarbær óskar liði Áslandsskóla til hamingju og þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæra keppni og greinilegt að ungmenni Hafnarfjarðar eru endalaus uppspretta visku.


IMG_2134IMG_2108

IMG_2154

Lið Áslandsskóla:

Óskar Karl Ómarsson
Ellý Hákonardóttir Uzureau
Þorsteinn Ómar Ágústsson

Þjálfari:
Þórdís Lilja Þórsdóttir

IMG_2127

Lið Setbergsskóla
Benjamín Tumi Þórisson
Sigurrós Hauksdóttir
Dagbjörg Birna Sigurðardóttir

Þjálfari:
Margrét Guðbrandsdóttir

Spyrill og dómari var Árni Stefán Guðjónsson.

IMG_2107

Ábendingagátt