Ásvallabraut – gatnagerð

Fréttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við nýja Ásvallabraut í Hafnarfirði, ásamt gerð undirganga, veitulagna fyrir Vatnsveitu Hafnarfjarðar og HS veitur, gerð göngu- og hjólastíga, mana, landmótunar og gróðursvæða.

Útboðsgögn verða seld í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudegi 3. mars 2020. Verð kr. 5.000,- Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 24. mars 2020, kl. 11:00.

Verklok eru 1. október 2021, með áfangaskilum 1. október 2020.

Helstu magntölur eru:

  • Undirgöng 1 stk.
  • Uppúrtekt (laus gröftur) 62.000 m3
  • Klöpp í götum og stígum 36.000 m3
  • Veituskurðir 5.000 m
  • Fráveitulagnir 1.150 m
  • Stofnlögn vatnsveitu Ø225 840 m
  • Fyllingar undir burðarlög 24.000 m3
  • Neðra burðarlag 20.000 m3
  • Malbikun (götur – 2 malbikslög) 19.000 m2
  • Malbikun (stígar – 1 malbikslag) 1.800 m2
  • Fláafleygar og manir 56.000 m3
  • Grassáning 90.500 m2
  • Þökulagning 6.600 m2
Ábendingagátt